Viðskipti innlent

Bogi kaupir Sindra-Stál

Stjórn Sindra-Stál hf. hefur samþykkt kauptilboð Boga Þórs Siguroddssonar í allt hlutafé félagsins. Kauptilboðið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Boga í dag. Sindra-Stál var stofnað árið 1949 en félagið flytur inn stál, málma, byggingavörur, festingavörur, vélar og verkfæri. Þá stofnaði Sindri nýlega, í félagi við Kaupfélag Héraðsbúa, félag sem rekur byggingavöruverslanir á Egilsstöðum og Reyðarfirði undir heitinu Sindri-KHB byggingavörur. Áætluð velta Sindra-Stáls á árinu 2005 er um 1,8 milljarða króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×