Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar áfram

MYND/Reuters
Olíuverð hefur hækkað um 36 prósent frá því í janúar, þar af um níu prósent síðastliðna viku. Í morgun fór verð á tunnu af hráolíu yfir 59 dollara og fátt bendir til að það lækki í bráð. Þær skýringar sem gefnar hafa verið á þessum gríðarlegu hækkunum eru meðal annars að framboð sé meira en eftirspurn og þá hefur ástandið í alþjóðamálum áhrif á markaðinn. Á föstudag barst hótun frá íslömskum hryðjuverkamönnum um að þeir myndu láta til skarar skríða í Nígeríu, en Nígería er í áttunda sæti yfir mestu olíuframleiðslulönd veraldar. Niðurstaða forsetakosninganna í Íran, sem er í fjórða sæti á listanum, virðist einnig hafa sett strik í reikningin. Til að bregðast við ástandinu juku OPEC-ríkin framleiðslu sína um hálfa milljón tunna á dag en áhrif þess eru enn ekki sjáanleg á markaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×