Innlent

SMÁÍS fær verðlaun fyrir baráttu

Alheimssamtök Kvikmyndaframleiðenda veitti Samtökum myndrétthafa á Íslandi verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á síðasta ári. Verðlaunin voru veitt framkvæmdastjóra SMÁÍS við formlega athöfn á í Flórens á Ítalíu í síðustu viku. Verðlaun sem þessi eru veitt þeim löndum sem sýna framúrskarandi árangur gegn ólöglegri dreifingu myndefnis og er þetta í fyrsta sinn sem eitt af norrænu ríkjunum hlýtur þessi verðlaun. Við afhendingu verðlaunanna var sagt að SMÁÍS hefði í kjölfar kæra og lögregluaðgerða á síðasta ári hrundið af stað öldu aðgerða annars staðar Norðurlöndum gegn ólöglegri dreifingu sem ekki sæi fyrir endann á. Norðurlöndin væri það svæði í heiminum þar sem mest ólögleg dreifing á Netinu færi fram og því hefði sú vinna sem unnin var á Íslandi skipt miklu máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×