Mismunandi þjóðhátíðir 21. júní 2005 00:01 "Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
"Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun