Viðskipti innlent

Íbúðaverð hækkaði um 4%

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tæp fjögur prósent í maí frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að íbúðamarkaðurinn einkennist því enn af mikilli eftirspurn og verðþrýstingi þótt dregið hafi úr hækkun íbúðaverðs frá fyrstu mánuðum ársins. Íbúðaverð hefur hækkað um 40% á undanförnum tólf mánuðum. Talið er líklegt að raunverð íbúða muni lækka að einhverju leyti næstu árin en hæpið að nafnverð muni almennt lækka. Greiningardeildin telur hættuna engu að síður til staðar að íbúðaverð geti lækkað í næstu efnahagsniðursveiflu eða ef lánaframboð minnkar og vextir hækka á ný. Aukið framboð geti einnig þrýst á um lækkun íbúðaverðs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×