Innlent

Sveitarfélagið sýknað af kröfunni

Sveitarfélagið Rangárþing eystra var í dag sýknað af kröfu Eggerts Haukdals, fyrrum alþingismanns og oddvita Vestur-Landeyjahrepps til þrjátíu ára, um greiðslu ríflega fjögurra milljóna króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Eggert var dæmdur fyrir fjárdrátt í Hæstarétti fyrir rúmum fjórum árum eftir að nokkrir íbúar Vestur-Landeyjahrepps töldu hann hafa dregið sér fé úr sveitarsjóði. Krafa Eggerts til sveitarfélagins nú byggðist á útreikningum um töluverð vangoldin laun í oddvitatíð Eggerts og eins taldi hann sig hafa ofgreitt meintar skuldir sínar við hreppinn um tæpar þrjár milljónir króna. Sem fyrr segir hafnaði Héraðsdómur Suðurlands fjárkröfum Eggerts og var honum jafnframt gert að greiða hálfa milljón króna í málskostnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×