Viðskipti innlent

Yfirtaka á sparisjóði

Gríðarlega flókið kann að reynast að yfirtaka Sparisjóð Hafnarfjarðar. Hvorki er nóg að eignast 50 prósent né 90 prósent stofnfjár í sjóðnum ef aðrir eigendur leggjast sameiginlega gegn yfirtökunni. Enginn einstakur stofnfjáreigandi má fara með meira en fimm prósent af heildaratkvæðamagni í sparisjóði með beinum eða óbeinum hætti. Ef þrír stofnfjáreigendur af þeim 47 myndu neita að selja bréf sín til þess sem kýs að yfirtaka sjóðinn er dæmið fallið um sig sjálft. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar ráða að meðaltali um 2,2 prósent af atkvæðamagni og því hafa þrír stofnfjáreigendur, sem vinna saman, 6,6 prósent stofnfjár á móti fimm prósentum þess sem á tæp 94% stofnfjár. Þannig falla 90 prósent atkvæða dauð Hugsanlegt er að fara fram hjá þessu með stofnun eignarhaldsfélaga sem eiga hvert um sig fimm prósent af stofnfé. En jafnvel þótt þessi leið yrði farin er óvíst hvort Fjármálaeftirlitið myndi heimila eignarhaldsfélögunum að fara með þann atkvæðisrétt, sem er í samræmi við eignarhlutinn, ef sami aðilinn eða tengdir aðilar eiga öll félögin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×