Sport

Þjálfari Tyrkja tekur pokann sinn

Ersun Yanal, landsliðsþjálfari Tyrkja í knattspyrnu var látinn fjúka í kvöld þar sem Tyrkir hafa ekki staðið undir væntingum frá því hann tók við liðinu. Yanal var á 4 ára samning sem hann gerði í apríl 2004 en það voru vonbrigði með árangur liðsins í undankeppni HM sem fylltu mælinn. Tyrkir eru þó næst efstir í sínum riðli en eru 7 stigum á eftir toppliði Úkraínu. Tyrkir voru senuþjófarnir á HM 2002 þar sem þeir náðu 3. sæti. Yanal átti að rífa liðið upp af afturfótunum eftir að því mistókst að komast á Euro 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×