Engir stofnfjárhlutir SPH seldir 25. júní 2005 00:01 Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð. Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Engir stofnfjárhlutir í Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa verið seldir. Þetta fullyrða innanbúðarmenn hjá sjóðnum á sama tíma og Fjármálaeftirlitið sér ástæðu til að kanna hvort viðskipti með stofnfé hafi farið fram. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar eru 47. Ríkisútvarpið og Víkurfréttir hafa fullyrt að þrjátíu þeirra hafi í síðustu viku selt 200 þúsund króna hluti sína á 48 milljónir hver með milligöngu Landsbankans í Lúxemborg. Í yfirlýsingu sem barst frá stjórn Sparisjóðsins segir að engin viðskipti hafa nokkru sinni verið með stofnbréfin. Enn fremur segir að engin beiðni hafi borist frá eigindum um að fá að framselja bréfin. Innanbúðarmenn segja sjóðinn eiga forkaupsrétt á stofnfjárhlutunum og að engin eigendaskipti hafi orðið, eins og haldið hefur verið fram. Þá vaknar sú spurning hvort stofnfjáreigendur hafi einungis fengið tilboð í hluti sína, en frá kaupum hafi ekki verið gengið. Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hafnaði viðtali en sagði í samtali við fréttamann að hann vissi ekki til þess að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð. Það virðist því sem Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, sé betur upplýstur um gang mála því hann fullyrti í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag að hann hafi heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform gangi fram, þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur, þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ef rétt er sýna þeir stofnfjáreigendur sem fengið hafa slíkt gylliboð eftirtektarverða þagmælsku; enginn þeirra hefur stigið fram og sagst hafa fengið tilboð í sinn hlut, né heldur hafa fengist upplýsingar um það hverjir það eru sem ásælast svo mjög stofnfjárhlutina. Fjármálaeftirlitið hefur engu að síður séð ástæðu til að senda öllum stofnfjáreigendunum 47 bréf þar sem þeim er meðal annars gert að svara því fyrir mánaðarmót hvort þeir hafi selt hluti sína í sjóðnum eða fengið í þá tilboð.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira