Fjármálaeftirlitið hótar húsleit 26. júní 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. Á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í apríl komst ný stjórn til valda. Stjórn sem tók þá afstöðu að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Í kjölfarið hefur spurst út að að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð upp á tæpar 50 milljónir í 200 þúsund króna hluti sína frá ónafngreindum aðila. Þá hefur sá orðrómur gengið að 30 af 47 stofnfjáreigendum hafi þegar gengið frá slíkum kaupum en því hafnar stjórn sjóðsins. Í bréfi sem stofnfjáreigendunum barst frá Fjármáleftirlitinu er vísað í lög um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki beri að leita fyrirfram samþykkis frá Fjármálaeftirlitinu. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem haft getur veruleg áhrif á stjórnun þess. Hvers konar samstilltar aðgerðir, hverju nafni sem þær nefnist, kunni að falla undir virka eignaraðild. Það sem Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar er hvort virkur eignarhlutur sé til staðar í Sparisjóðnum, meðal annars með hliðsjón af aðdraganda aðalfundar sparisjóðsins, aðalfundinum sjálfum og málatilbúnaði að öðru leyti. Jafnframt vill Fjármálaeftirlitið upplýsingar um hvort stofnfjáreigendur hafi fyrirætlanir um sölu stofnfjár eða hvort slík sala hafi átt sér stað, hvort þeir hafi fengið tilboð og hvort þeim sé kunnugt um slíkt samkomulag eða tilboð. Þeim er gert að svara þessum spurningum fyrir 30. júní. Auk þess sér Fjármálaeftirlitið ástæðu til að minna stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar á að heimilt sé að beita dagsektum og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit. Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. Á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í apríl komst ný stjórn til valda. Stjórn sem tók þá afstöðu að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Í kjölfarið hefur spurst út að að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð upp á tæpar 50 milljónir í 200 þúsund króna hluti sína frá ónafngreindum aðila. Þá hefur sá orðrómur gengið að 30 af 47 stofnfjáreigendum hafi þegar gengið frá slíkum kaupum en því hafnar stjórn sjóðsins. Í bréfi sem stofnfjáreigendunum barst frá Fjármáleftirlitinu er vísað í lög um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki beri að leita fyrirfram samþykkis frá Fjármálaeftirlitinu. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem haft getur veruleg áhrif á stjórnun þess. Hvers konar samstilltar aðgerðir, hverju nafni sem þær nefnist, kunni að falla undir virka eignaraðild. Það sem Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar er hvort virkur eignarhlutur sé til staðar í Sparisjóðnum, meðal annars með hliðsjón af aðdraganda aðalfundar sparisjóðsins, aðalfundinum sjálfum og málatilbúnaði að öðru leyti. Jafnframt vill Fjármálaeftirlitið upplýsingar um hvort stofnfjáreigendur hafi fyrirætlanir um sölu stofnfjár eða hvort slík sala hafi átt sér stað, hvort þeir hafi fengið tilboð og hvort þeim sé kunnugt um slíkt samkomulag eða tilboð. Þeim er gert að svara þessum spurningum fyrir 30. júní. Auk þess sér Fjármálaeftirlitið ástæðu til að minna stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar á að heimilt sé að beita dagsektum og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira