Viðskipti innlent

Hefur ekki lagalegar heimildir

Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar telur að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lagalegar heimildir til að beita stofnfjáreigendur dagsektum, gera leit hjá þeim eða leggja hald á gögn eins og Fjármálaeftirlitið gat um í bréfi sínu til stofnfjáreigenda fyrir helgi. Þar óskar eftirlitið eftir upplýsingum frá hverjum einasta stofnfjáreiganda um það hvort hann hafi selt stofnfé sitt í Sparisjóðnum, borist tilboð í það eða hvort hann hafi gerst aðili að samkomulagi um beitingu atkvæðaréttar á síðasta aðalfundi sjóðsins. Sem kunnugt er komst nýr meirihluti til valda á fundinum. Í bréfi sem stjórn sjóðsins sendi öllum stofnfjáreigendum í gær segir að með þessu hafi Fjármálaeftirlitið farið á svig við stjórn sjóðsins sem sé hinn lögformlegi rétti aðili sem eftirlitið eigi að hafa samskipti við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×