Klámvæðingin heldur áfram 29. júní 2005 00:01 Aukin klámvæðing á Íslandi - Kristín Tómasdóttir sálfræðinemi Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti "áhugasöm" í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fótbolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heilsíðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja líkama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálfstæðari en svo að strippstaðir teljist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Goldfinger auglýsingarinnar. Fótboltablað. Hver er markhópurinn? Karlmenn yfir 22 ára? Já, mögulega en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaupbæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lögum á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldarvefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbærileg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af einhverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingamynd sölu kvenlíkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti vængur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hliðar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki dreifi klámi. Ég skora á Landlækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lögregluna, saksóknara og löggjafarvaldið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aukin klámvæðing á Íslandi - Kristín Tómasdóttir sálfræðinemi Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti "áhugasöm" í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fótbolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heilsíðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja líkama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálfstæðari en svo að strippstaðir teljist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Goldfinger auglýsingarinnar. Fótboltablað. Hver er markhópurinn? Karlmenn yfir 22 ára? Já, mögulega en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaupbæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lögum á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldarvefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbærileg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af einhverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingamynd sölu kvenlíkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti vængur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hliðar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrirtæki dreifi klámi. Ég skora á Landlækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lögregluna, saksóknara og löggjafarvaldið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun