Þrefaldur munur á boði og áætlun 29. júní 2005 00:01 Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira