Innlent

Miðlæg bólusetningarskrá

Miðlæg bólusetningarskrá er það sem koma skal, nái tillögur stýrihóps á vegum sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra fram að ganga.  Tilraunaverkefni sem verið hefur í gangi hér á landi gerir ráð fyrir að upplýsingar um bólusetningar flytjist sjálfvirkt með rafrænum hætti inn í miðlæga skrá. Einnig er fyrirhugað að starfsmenn einstakra heilbrigðisstofnana geti sótt upplýsingar um bólusetningar einstaklinga í grunninn með rafrænum hætti. Miðlæg bólusetningarskrá er þannig úr garði gerð að fyllsta öryggis um persónuupplýsingar hinna bólusettu skal gætt í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×