Gill unir skyrslettudómi 1. júlí 2005 00:01 Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Sjá meira
Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Innlent Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Innlent Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Innlent „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Innlent Guðmundur sagður taka við keflinu Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Fleiri fréttir Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Sjá meira