Kaupa meirihluta í ilmvatnssala 6. júlí 2005 00:01 L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta samstæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækisins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrirtæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. "Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar," segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum markmiðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflukenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðjunni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eigandi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfestingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira