Erlent

45 látnir og 1000 slasaðir

Að minnsta kosti 45 eru sagðir látnir og 1000 særðir eftir sprengingarnar í Lundúnum í morgun. CNN greindi frá því rétt upp úr hádegi að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Um tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í Lundúnum en ekki hafa borist fregnir af því hvort einhver þeirra sé á meðal látinna eða slasaðra. Utanríkisráðuneytið hefur opnað upplýsingasíma vegna atburðanna. Númerið er 545 9900.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×