Stálinu stappað í þjóðina 7. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. "Það er kaldhæðnislegt að þetta skyldi henda á deginum sem við hittumst og ræðum um hvernig útrýma megi fátæktinni í Afríku," sagði Tony Blair í ávarpi sínu frá heimili sínu að Downingstæti 10 í gær. Blair var á fundi helstu iðnríkja heims í Gleneagles í Skotlandi í gærmorgun þegar árásirnar í Lundúnum voru gerðar en hann ákvað fljótlega að sín væri frekar þörf í höfuðborginni hjá þjóð sinni. Síðdegis fundaði Blair með Cobra, neyðarnefnd ríkisstjórnarinnar og embættismanna, en síðan flutti hann sjónvarpsávarp sitt þar sem hann hét að hafa hendur í hári þeirra sem fyrir árásunum stóðu. Blair vék í ræðu sinni að því æðruleysi sem hann sagði Lundúnabúa hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. "Það er með hryðjuverkum sem þessir illvirkjar kjósa að sýna þau gildi sem þeir aðhyllast. Því er rétt að á þessum tíma sýnum við þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þeir reyna að slátra saklausu fólki til að fæla okkur frá því að gera þá hluti sem við kjósum. Þeim skal ekki og má ekki takast ætlunarverk sitt." Michael Howard og Charles Kennedy, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra, sendu báðir samúðarkveðjur sínar til fórnarlamba árásanna og lofuðu jafnframt hetjudáðir lögreglu, sjúkra- og slökkviliðs. Þeir lýstu ennfremur fullum stuðningi við stjórnina í málinu. Charles Kennedy sló aldrei þessu vant á svipaða strengi og George W. Bush í ræðu sinni. "Munurinn á þeim sem reyna að eyða og drepa og þeim sem eru að reyna að byggja til framtíðar [á G8-fundinum] gæti ekki verið meira sláandi. Hryðjuverkamennirnir mega ekki sigra." George Galloway, hinn umdeildi skoski þingmaður sagði í viðtali við BBC að árásirnar væru "fyrirlitlegar en ekki alveg ófyrirsjáanlegar." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. "Það er kaldhæðnislegt að þetta skyldi henda á deginum sem við hittumst og ræðum um hvernig útrýma megi fátæktinni í Afríku," sagði Tony Blair í ávarpi sínu frá heimili sínu að Downingstæti 10 í gær. Blair var á fundi helstu iðnríkja heims í Gleneagles í Skotlandi í gærmorgun þegar árásirnar í Lundúnum voru gerðar en hann ákvað fljótlega að sín væri frekar þörf í höfuðborginni hjá þjóð sinni. Síðdegis fundaði Blair með Cobra, neyðarnefnd ríkisstjórnarinnar og embættismanna, en síðan flutti hann sjónvarpsávarp sitt þar sem hann hét að hafa hendur í hári þeirra sem fyrir árásunum stóðu. Blair vék í ræðu sinni að því æðruleysi sem hann sagði Lundúnabúa hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. "Það er með hryðjuverkum sem þessir illvirkjar kjósa að sýna þau gildi sem þeir aðhyllast. Því er rétt að á þessum tíma sýnum við þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þeir reyna að slátra saklausu fólki til að fæla okkur frá því að gera þá hluti sem við kjósum. Þeim skal ekki og má ekki takast ætlunarverk sitt." Michael Howard og Charles Kennedy, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra, sendu báðir samúðarkveðjur sínar til fórnarlamba árásanna og lofuðu jafnframt hetjudáðir lögreglu, sjúkra- og slökkviliðs. Þeir lýstu ennfremur fullum stuðningi við stjórnina í málinu. Charles Kennedy sló aldrei þessu vant á svipaða strengi og George W. Bush í ræðu sinni. "Munurinn á þeim sem reyna að eyða og drepa og þeim sem eru að reyna að byggja til framtíðar [á G8-fundinum] gæti ekki verið meira sláandi. Hryðjuverkamennirnir mega ekki sigra." George Galloway, hinn umdeildi skoski þingmaður sagði í viðtali við BBC að árásirnar væru "fyrirlitlegar en ekki alveg ófyrirsjáanlegar."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira