Erlent

Íslendingar í London

Tekist hefur að hafa upp á öllum þeim Íslendingum sem óttast var um í gær í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London. Að sögn Illuga Gunnarssonar aðstoðarmanns utanríkisráðherra hafði Utanríkisráðuneytið lista með tvö til þrjú hundruð nöfnum og hefur tekist að hafa upp á öllum sem voru á listanum. Sigurður Arnarson sendiráðsprestur í London hefur einnig heimsótt sjúkrahús og kannað hvort þar séu einhverjir Íslendingar en svo var ekki. Vill ráðuneytið koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn. Sími ráðuneytisins 545-9900 verður þó áfram opinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×