Íbúðalánsjóður - nýr ríkisbanki? 8. júlí 2005 00:01 Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, segir að alþjóðastofnanir hljóti að spyrja sig af hverju ríkisstofnun sé að fjármagna útlán hjá viðskiptabönkunum. Hann bendir jafnframt á að stjórnvöld beri ábyrgð á því ef Íbúðalánasjóður er að fjármagna neyslulán. Samtök atvinnulífsins telja að kominn sé fram á sjónarsviðið nýr ríkisbanki. Samtök atvinnulífsins segja einnig að allar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs séu með ríkisábyrgð og sjóðurinn hafi það hlutverk að lána til húsnæðiskaupa. Þá hljóti það að ganga í berhögg við einkavæðingarstefnu stjórnvalda að kominn sé fram á sjónarsviðið nýr ríkisbanki sem afli fjár með útboðum og endurláni með ríkisábyrgð til lánastofnana. Tryggvi Þór Herbertsson segir að spurningin um Íbúðalánasjóð sé fyrst og fremst pólitísk og stjórnvöld verði að svara því hver verði framtíð sjóðsins. Engin pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka, engin umræða hefur farið fram um það í samfélaginu, þótt hann sé að þróast í þessa átt. Tryggvi Þór hefur varað við stöðu Íbúðalánasjóðs. Hann hefur lagt til að Íbúðalánasjóður verði seldur bönkunum og samið við þá um þau félagslegu markmið sem stjórnvöld vilji setja á oddinn. Núverandi ástand án skýrra pólitískra markmiða gangi hinsvegar ekki. Hann segir einnig að Íbúðalánsjóður sé orðinn að heildsölubanka fyrir tvo viðskiptabanka og að verið sé að ríkistryggja enn stærri hluta af lánamarkaðnum heldur en áður og hann segir það vera alvarlegt mál. Hann segir eðlilegt að spyrja sig að því hvað hafi orðið um einkavæðinguna ef ríkisfyrirtæki sjá um fjármögnun. Innlent Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, segir að alþjóðastofnanir hljóti að spyrja sig af hverju ríkisstofnun sé að fjármagna útlán hjá viðskiptabönkunum. Hann bendir jafnframt á að stjórnvöld beri ábyrgð á því ef Íbúðalánasjóður er að fjármagna neyslulán. Samtök atvinnulífsins telja að kominn sé fram á sjónarsviðið nýr ríkisbanki. Samtök atvinnulífsins segja einnig að allar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs séu með ríkisábyrgð og sjóðurinn hafi það hlutverk að lána til húsnæðiskaupa. Þá hljóti það að ganga í berhögg við einkavæðingarstefnu stjórnvalda að kominn sé fram á sjónarsviðið nýr ríkisbanki sem afli fjár með útboðum og endurláni með ríkisábyrgð til lánastofnana. Tryggvi Þór Herbertsson segir að spurningin um Íbúðalánasjóð sé fyrst og fremst pólitísk og stjórnvöld verði að svara því hver verði framtíð sjóðsins. Engin pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka, engin umræða hefur farið fram um það í samfélaginu, þótt hann sé að þróast í þessa átt. Tryggvi Þór hefur varað við stöðu Íbúðalánasjóðs. Hann hefur lagt til að Íbúðalánasjóður verði seldur bönkunum og samið við þá um þau félagslegu markmið sem stjórnvöld vilji setja á oddinn. Núverandi ástand án skýrra pólitískra markmiða gangi hinsvegar ekki. Hann segir einnig að Íbúðalánsjóður sé orðinn að heildsölubanka fyrir tvo viðskiptabanka og að verið sé að ríkistryggja enn stærri hluta af lánamarkaðnum heldur en áður og hann segir það vera alvarlegt mál. Hann segir eðlilegt að spyrja sig að því hvað hafi orðið um einkavæðinguna ef ríkisfyrirtæki sjá um fjármögnun.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira