Kennsl ekki borin á líkin 9. júlí 2005 00:01 Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn frá í gær. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. "Þetta er skelfilegt verk," segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. "Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem líkamsbúkar þarna." Rannsóknarmenn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlæknaskrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lestagöngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keyptar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólíklegt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki útilokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn frá í gær. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. "Þetta er skelfilegt verk," segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. "Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem líkamsbúkar þarna." Rannsóknarmenn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlæknaskrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lestagöngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keyptar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólíklegt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki útilokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira