Erlent

Tvenn samtök ábyrgð á hendur sér

Abu Hafs al Masri hersveitin, sem segist tengjast al-Kaída, hefur lýst ábyrgð á hendur sér á hryðjuverkunum í Lundúnum. Sannleiksgildið hefur þó ekki fengist staðfest og leggja sérfræðingar í hryðjuverkamálum lítinn trúnað á tilkynninguna þar sem hópurinn hefur áður eignað sér verk sem hann hefur ekki staðið fyrir. Meðal þess sem hópurinn hefur áður sagst hafa afrekað er að valda rafmagnsleysi á stóru landssvæði í Bandaríkjunum árið 2003. Rannsókn leiddi í ljós að bilun í raforkukerfinu og skipulagslaus uppbygging þess hefði verið valdur að rafmagnsleysinu. Annar hópur, Leynileg samtök al-Kaída í Evrópu, höfðu áður lýst ábyrgð á hendur sér en það hefur heldur ekki verið sannreynt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×