Hvert dauðsfall er harmleikur 9. júlí 2005 00:01 Eftir því sem meira kemur í ljós um illvirkin sem unnin voru í Lundúnaborg á fimmtudagskvöldið á maður erfiðara með að skilja þau. Hvers vegna kýs nokkur maður að grípa til þess ráðs að skilja eftir tifandi tímasprengju í rútu eða lest fullri af saklausu fólki? Við þeirri spurningu er að líkindum ekki til neitt rökrétt svar. Sveinn Guðmarsson skrifar frá LondonEkki í okkar nafniÁ vissan hátt færa árásirnar í Lundúnum okkur nær veruleika sem fjöldi manns í fjarlægari löndum þarf að búa við daglega. Þannig er sagt frá því í dagblaðinu Guardian í dag að aldrei þessu vant hafi fólk í Bagdad hringt til Lundúna til að athuga um afdrif ættingja sinna. Greinin minnir okkur líka á að þrátt fyrir að kenna sig við tiltekin trúarbrögð þá fóru tilræðismennirnir ekki í manngreinarálit í árásum sínum, múslimar jafnt sem aðrir týndu lífi í lestunum og strætisvagninum á fimmtudaginn. Ein sprengingin varð í lest sem var á leiðinni frá Aldgate að Liverpool Street stöðinni og fórust sjö í því tilræði. Aldgate-hverfið telst seint til fínustu hverfa Lundúnaborgar en þar býr fólk sem hefur almennt lágar tekjur og litla menntun. Orð Ken Livingstone, borgarstjóra Lundúna, á fimmtudaginn um að árásinni hafi ekki verið beint að þeim sterku eiga því vel við hér. Í hverfinu er jafnframt fjölmennt múslimasamfélag, þar er stór moska og menningarmiðstöð, aðeins steinsnar frá neðanjarðarlestarstöðinni sem enn er lokuð. Ef öfgafullir múslimar voru að verki á fimmtudaginn hikuðu þeir greinilega ekki við að ráðast gegn hófsamari trúbræðrum sínum. Í gær voru í miðstöðinni samankomnir ungir múslimar víða af landinu til að ræða sambúð ólíkra trúarhópa, ráðstefna sem hafði verið ákveðin löngu fyrir tilræðin. Tveir unglingspiltar frá Manchester, Mohammed og Walled, standa reykjandi undir húsvegg og taka blaðamanni nokkuð vel þótt þungt sé í þeim hljóðið. "Þetta er villimennska sem á ekkert skylt við trúarbrögð," segir Mohammed um tilræðin. "Allir múslimar fordæma þau harðlega." Þrátt fyrir að sumir hafi spáð því að múslimar í Bretlandi verði fyrir aðkasti í kjölfar árásanna telja þeir félagar það frekar ólíklegt. "Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að þessar árásir voru framdar af brjálæðingum," segir Walled. Ástvinar leitaðFyrir utan Konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum aðeins lengra í burtu stendur hópur blaðamanna og bíður fregna. Lögregla tryggir að aðeins þeir sem eiga erindi á sjúkrahúsið komist inn en þangað voru margir slasaðir fluttir í kjölfar sprenginganna. Tvær konur eru í örvæntingarfullri leit að vinkonu sinni sem ekkert hefur spurst til síðan morguninn örlagaríka. Þær óttast að hún hafi verið í lestarvagninum sem sprakk nærri King's Cross stöðinni en þar er enn verið að reyna að ná líkum út. Aðstæður eru afar erfiðar. Piccadilly-línan liggur mjög djúpt ofan í jörðinni og sjálf lestargöngin eru níðþröng. Aðeins 15 sentímetrar skilja að þak lestarinnar og gangaloftið. "Ég bara vona að hún sé á lífi," segir Elena Law, móðir Connie Law sem hefur gengið á milli helstu sjúkrahúsa borgarinnar og leitað að bestu vinkonu sinni, Mihaelu Ottou. Mihaela er (eða var?) 47 ára gömul, ættuð frá Rúmeníu, fráskilin og vann á tannlæknastofu í Norður-Lundúnum. "Mamma hennar átti 78 ára afmæli um síðustu helgi og þá var hún svo glöð. Í gær grét hún hins vegar allan daginn," bætir Elena við grátklökk. "Þegar tannlæknirinn hringdi á fimmtudagsmorguninn að spyrjast fyrir um Mihaelu vissi ég strax að eitthvað hlyti að vera að. Síðan þá hef ég varla tekið mér hvíld heldur leitað og leitað án árangurs. En engar fréttir eru líka góðar fréttir, ég hef ekki gefið upp vonina," segir Connie. Þær mæðgur tala hins vegar um Mihaelu í þátíð eins og hún sé þegar dáin, von þeirra virðist í besta falli veik. Stundum hættir okkur til að líta á þá sem deyja eða slasast í slíkum árásum sem andlitslaus nöfn, jafnvel tölfræði. Að standa frammi fyrir þeim sem raunverulega syrgja færir manni hins vegar heim sanninn um að hvert einasta dauðsfall er mannlegur harmleikur. Á bak við andlitslausu nöfnin eru mæður, feður, systur, bræður, dætur, synir og vinir. Tilvera alls þessa fólks leggst í rúst þegar slíkt áfall dynur yfir - og það af manna völdum. Það er ekki síst þess vegna sem manni er ómögulegt að skilja þær hvatir sem búa að baki hryðjuverkum á borð við þau sem voru framin í Lundúnum í vikunni sem leið. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eftir því sem meira kemur í ljós um illvirkin sem unnin voru í Lundúnaborg á fimmtudagskvöldið á maður erfiðara með að skilja þau. Hvers vegna kýs nokkur maður að grípa til þess ráðs að skilja eftir tifandi tímasprengju í rútu eða lest fullri af saklausu fólki? Við þeirri spurningu er að líkindum ekki til neitt rökrétt svar. Sveinn Guðmarsson skrifar frá LondonEkki í okkar nafniÁ vissan hátt færa árásirnar í Lundúnum okkur nær veruleika sem fjöldi manns í fjarlægari löndum þarf að búa við daglega. Þannig er sagt frá því í dagblaðinu Guardian í dag að aldrei þessu vant hafi fólk í Bagdad hringt til Lundúna til að athuga um afdrif ættingja sinna. Greinin minnir okkur líka á að þrátt fyrir að kenna sig við tiltekin trúarbrögð þá fóru tilræðismennirnir ekki í manngreinarálit í árásum sínum, múslimar jafnt sem aðrir týndu lífi í lestunum og strætisvagninum á fimmtudaginn. Ein sprengingin varð í lest sem var á leiðinni frá Aldgate að Liverpool Street stöðinni og fórust sjö í því tilræði. Aldgate-hverfið telst seint til fínustu hverfa Lundúnaborgar en þar býr fólk sem hefur almennt lágar tekjur og litla menntun. Orð Ken Livingstone, borgarstjóra Lundúna, á fimmtudaginn um að árásinni hafi ekki verið beint að þeim sterku eiga því vel við hér. Í hverfinu er jafnframt fjölmennt múslimasamfélag, þar er stór moska og menningarmiðstöð, aðeins steinsnar frá neðanjarðarlestarstöðinni sem enn er lokuð. Ef öfgafullir múslimar voru að verki á fimmtudaginn hikuðu þeir greinilega ekki við að ráðast gegn hófsamari trúbræðrum sínum. Í gær voru í miðstöðinni samankomnir ungir múslimar víða af landinu til að ræða sambúð ólíkra trúarhópa, ráðstefna sem hafði verið ákveðin löngu fyrir tilræðin. Tveir unglingspiltar frá Manchester, Mohammed og Walled, standa reykjandi undir húsvegg og taka blaðamanni nokkuð vel þótt þungt sé í þeim hljóðið. "Þetta er villimennska sem á ekkert skylt við trúarbrögð," segir Mohammed um tilræðin. "Allir múslimar fordæma þau harðlega." Þrátt fyrir að sumir hafi spáð því að múslimar í Bretlandi verði fyrir aðkasti í kjölfar árásanna telja þeir félagar það frekar ólíklegt. "Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að þessar árásir voru framdar af brjálæðingum," segir Walled. Ástvinar leitaðFyrir utan Konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum aðeins lengra í burtu stendur hópur blaðamanna og bíður fregna. Lögregla tryggir að aðeins þeir sem eiga erindi á sjúkrahúsið komist inn en þangað voru margir slasaðir fluttir í kjölfar sprenginganna. Tvær konur eru í örvæntingarfullri leit að vinkonu sinni sem ekkert hefur spurst til síðan morguninn örlagaríka. Þær óttast að hún hafi verið í lestarvagninum sem sprakk nærri King's Cross stöðinni en þar er enn verið að reyna að ná líkum út. Aðstæður eru afar erfiðar. Piccadilly-línan liggur mjög djúpt ofan í jörðinni og sjálf lestargöngin eru níðþröng. Aðeins 15 sentímetrar skilja að þak lestarinnar og gangaloftið. "Ég bara vona að hún sé á lífi," segir Elena Law, móðir Connie Law sem hefur gengið á milli helstu sjúkrahúsa borgarinnar og leitað að bestu vinkonu sinni, Mihaelu Ottou. Mihaela er (eða var?) 47 ára gömul, ættuð frá Rúmeníu, fráskilin og vann á tannlæknastofu í Norður-Lundúnum. "Mamma hennar átti 78 ára afmæli um síðustu helgi og þá var hún svo glöð. Í gær grét hún hins vegar allan daginn," bætir Elena við grátklökk. "Þegar tannlæknirinn hringdi á fimmtudagsmorguninn að spyrjast fyrir um Mihaelu vissi ég strax að eitthvað hlyti að vera að. Síðan þá hef ég varla tekið mér hvíld heldur leitað og leitað án árangurs. En engar fréttir eru líka góðar fréttir, ég hef ekki gefið upp vonina," segir Connie. Þær mæðgur tala hins vegar um Mihaelu í þátíð eins og hún sé þegar dáin, von þeirra virðist í besta falli veik. Stundum hættir okkur til að líta á þá sem deyja eða slasast í slíkum árásum sem andlitslaus nöfn, jafnvel tölfræði. Að standa frammi fyrir þeim sem raunverulega syrgja færir manni hins vegar heim sanninn um að hvert einasta dauðsfall er mannlegur harmleikur. Á bak við andlitslausu nöfnin eru mæður, feður, systur, bræður, dætur, synir og vinir. Tilvera alls þessa fólks leggst í rúst þegar slíkt áfall dynur yfir - og það af manna völdum. Það er ekki síst þess vegna sem manni er ómögulegt að skilja þær hvatir sem búa að baki hryðjuverkum á borð við þau sem voru framin í Lundúnum í vikunni sem leið.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira