Tvær kenningar um árásina 10. júlí 2005 00:01 Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Margar kenningar eru á lofti varðandi árásirnar á Lundúni og ein er sú að hvítir málaliðar kunni að hafa framið hryðjuverkin fyrir al-Qaeda og að sami hópur sé að verki og í Madríd. Í gær bárust fregnir af því að Bretar hefðu beðið um að leitað yrði eftir Mohamed Guerbouzi, íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt, um alla Evrópu. Nú virðist sem hann hafi verið útilokaður sem leiðtogi hryðjuverkahópsins. Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag eru í það minnsta tvær kenningar sem verið er að skoða. Önnur er á þá leið að sami hryðjuverkahópur hafi verið að verki í Lundúnum og í Madríd í mars 2004. Spænsk yfirvöld eru sögð hafa varað Breta ítrekað við um nokkurra mánaða skeið, og greint þeim frá því að Mustafa Setmariam Nasar, Sýrlendingur undir fimmtugt, legði á ráðin um árásir á Bretlandi. Hann er sagður hafa komið upp nokkrum hópum hryðjuverkamanna í Bretlandi. Nasar er sagður hafa ræktað tengsl við Lundúnaborg undanfarinn áratug og mun hafa verið handtekinn í Bretlandi vegna aðildar að árásum á neðanjarðarlestir í París. Nasar er talinn samstarfsmaður Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak og leikur grunur á að hann haldi sig annað hvort í Írak eða á landamærum Pakistans og Afganistans, þar sem Ósama bin Laden er einnig talinn vera. Tengslin við árásirnar í Madríd eru ekki síst þau að hryðjuverkamennirnir þar hringdu í óþekktan múslímaklerk í Lundúnum þegar lögreglan hafði umkringt þá. Í kjölfar þess símtals sprengdu hryðjuverkamennirnir sig í loft upp. Hin kenningin er á þá leið að hvítir málaliðar hafi framkvæmt árásirnar fyrir hönd al-Qaeda. Talið er að hvítir múslímar frá Balkanskaga hafi verið ráðnir til starfans - þannig að í raun hafi það frekar verið glæpamenn en hefðbundnir hryðjuverkamenn. Þessir menn hafa ekki fyrri tengsl við hryðjuverkastarfsemi og kann það að skýra hvernig þeir gátu athafnað sig án þess að nokkur yrði þess var. Yfirvöld telja að alls hafi fjórir hópar verið búnir til árásar og að enn sé nokkuð magn sprengiefnið í fórum þeirra og því sé hættan hvergi nærri yfirstaðin.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira