Viðskipti innlent

800 milljóna lækkun á veltu

Þrátt fyrir að vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að hækka þá er farið að draga úr veltunni og kaupsamningum fer fækkandi. Veltan í nýliðinni viku var liðlega 4,2 milljarðar króna og hefur því lækkað um 300 milljónir síðan í apríl og um 800 milljónir síðan í desember. Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 91 í síðustu viku en hafa verið 104 á viku að meðaltali síðastliðnar 12 vikur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×