Taugatitringur enn í London 11. júlí 2005 00:01 Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Flestir Lundúnabúar mættu til vinnu í dag í fyrsta sinn eftir sprengjuárásirnar síðastliðinn fimmtudag og voru neðanjarðarlestir og strætisvagnar fullir af fólki sem ákveðið er í að láta ekki árásirnar trufla daglegt líf sitt. Talið er að tekist hafi að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í árásunum en leitarmenn eru þó enn við störf við lest sem sprengd var á milli King´s Cross stöðvarinnar og Russel Square. Yfirvöld hafa staðfest að fimmtíu og tveir létu lífið og um 700 særðust. Taugatitrings gætir í borginni því um tíma í dag var King´s Cross stöðin rýmd vegna torkennilegs pakka sem var á svæðinu en engin sprengja fannst. Þá var kveikt í tveimur moskum múslíma um helgina. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í Lundúnum þar sem hryðjuverkamennirnir sem skipulögðu árásirnar í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás, að sögn breska blaðsins Times. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á þinginu í dag bresku þjóðinni í dag að ekkert yrði gefið eftir í leitinni að ódæðismönnunum. Hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba árásanna og sagði Bretland ekki verða sigrað með slíkum hryðjuverkum. "Við munum leita þeirra sem bera ábyrgðina, ekki bara þeirra sem frömdu verknaðinn heldur einnig þeirra sem skipulögðu þetta óhæfuverk, hvar sem þeir eru, og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en kennsl hafa verið borin á þá, og eftir því sem mögulegt er, þeir hafa verið látnir svara til saka," sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Gríðarlegur taugatitringur er enn í London þótt lífið í borginni sé um það bil að komast í eðlilegt horf eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku. Öryggisgæsla hefur verið hert enn frekar. Flestir Lundúnabúar mættu til vinnu í dag í fyrsta sinn eftir sprengjuárásirnar síðastliðinn fimmtudag og voru neðanjarðarlestir og strætisvagnar fullir af fólki sem ákveðið er í að láta ekki árásirnar trufla daglegt líf sitt. Talið er að tekist hafi að ná öllum líkum úr neðanjarðarlestunum sem sprengdar voru í árásunum en leitarmenn eru þó enn við störf við lest sem sprengd var á milli King´s Cross stöðvarinnar og Russel Square. Yfirvöld hafa staðfest að fimmtíu og tveir létu lífið og um 700 særðust. Taugatitrings gætir í borginni því um tíma í dag var King´s Cross stöðin rýmd vegna torkennilegs pakka sem var á svæðinu en engin sprengja fannst. Þá var kveikt í tveimur moskum múslíma um helgina. Öryggisgæsla hefur enn verið hert í Lundúnum þar sem hryðjuverkamennirnir sem skipulögðu árásirnar í síðustu viku eru enn á lífi og eru taldir undirbúa aðra árás, að sögn breska blaðsins Times. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á þinginu í dag bresku þjóðinni í dag að ekkert yrði gefið eftir í leitinni að ódæðismönnunum. Hann sendi samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlamba árásanna og sagði Bretland ekki verða sigrað með slíkum hryðjuverkum. "Við munum leita þeirra sem bera ábyrgðina, ekki bara þeirra sem frömdu verknaðinn heldur einnig þeirra sem skipulögðu þetta óhæfuverk, hvar sem þeir eru, og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en kennsl hafa verið borin á þá, og eftir því sem mögulegt er, þeir hafa verið látnir svara til saka," sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira