Erlent

Grunur um að a.m.k. einn hafi dáið

Breska lögreglan er enn að reyna að komast að því hvort allir fjórir sprengjutilræðismennirnir í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Talsmaður lögreglunnar greindi frá þessu í beinni útsendingu á Sky-fréttastöðinni rétt í þessu. Sterkar vísbendingar eru um að a.m.k. einn þeirra hafi látist í sprengingunni við Aldgate-lestarstöðina. Einn maður hefur verið handtekinn í West-Yorkshire í tengslum við málið. Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds í morgun í tengslum við leitina að hryðjuverkamönnunum, sem taldir eru starfa á vegum Al-Qaida, sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×