Hernaðurinn gegn landinu 15. júlí 2005 00:01 Á sama tíma og básúnað er út um heim að Ísland sé sérstaklega sjálfbært og umhverfisvænt land stundum við stórbrotin náttúruspjöll og bjóðum helstu umhverfissóða heims velkomna hingað með verksmiðjur og stríðstól. Stærst í sniðum er eyðilegging hafsbotnsins með botnvörpum verksmiðjuskipa og svo auðvitað stóriðjuæðið og Kárahnúkastórslysið. Nú bætist við stríðsmyndartaka og er þá röðin komin að náttúruperlum á Suðurnesjum. Í stað uppistöðulóna og stíflumannvirkja koma sprengigígar og manngerðar risa-sandöldur. Umhverfisyfirvöld í Hafnarfirði mölduðu í móinn vegna eyðileggingar í Krýsuvík en ekkert heyðrist frá yfirvöldum í Reykjanesbæ annað en ánægjumal þegar loka á Stóru-Sandvík fyrir almenningi og leggja hana í rúst. Allt mun þetta vera gert með velsignelsi Umhverfisstofnunar og jafnvel Landgræðslunnar. Nokkur hluti Suðurnesja er þegar skemmdur vegna starfsemi Bandaríkjahers. T.d. verður svæði við Snorrastaðatjarnir, helstu náttúruperlu okkar Vogabúa, hættulegt gangandi fólki um ókomin ár vegna fjölda ósprunginna sprengja sem þar leynast í jörð og illgerlegt er að hreinsa svo öruggt sé. Umdeilt er hvort landsvæði í Reykjanesbæ sem herinn er að skila sé byggilegt sökum mengunar. Þó er allt þetta smátt í sniðum miðað við náttúruskemmdir vegna hernaðar um alla Jörð og þann mannlega harmleik sem morðingjar heimsins valda hvern dag. Við megum þakka fyrir að hér hefur ekki verið háð mannskæð orusta síðan á Sturlungaöld, en við misstum reyndar marga vaska sjómenn í heimsstyrjöldunum. Harðstjórar um heim allan þurfa að fegra ímynd hernaðar og breiða yfir óhugnaðinn. Þar gegna vinsælar stríðsmyndir miklu hlutverki. Nú er kúrekahetjan Clint Eastwood að koma til okkar fagra lands til að upphefja viðbjóðslega slátrun þúsunda manna sem átti sér stað á Kyrrahafseyjunni Iwo Jima við lok síðari heimsstyrjaldar. Nái sú mynd vinsældum dugar hún e.t.v. til að slá á vaxandi mótmæli gegn hernaði Bandaríkjanna í Írak og draga ógnaröldina þar á langinn. Það þarf engum að koma á óvart að Halldór og Davíð og helstu liðsmenn þeirra vilji leggja þar sitt af mörkum. En hvað um okkur hin? Eigum við að láta sem ekkert sé? Ég þekki Stóru-Sandvík vel. Þar háir melgresi harða glímu við óblíð náttúruöfl og hefur haft betur til þessa. Þar sameinast svartur sandur, blágrátt úthafið með hvítfreyðandi öldum, grænir melgresishólar og fuglager við grunnt vatnið fjær sjónum. Þessi staður blasir nú við ferðamönnum sem stoppa þar skammt frá til að skoða "brúna milli heimsálfa". Í Sandvík höfum við fjölskyldan átt ánægjustundir í landslagi sem er sérstakt á heimsvísu. Því ríkir sorg á mínu heimili þessa dagana. Þótt mikil hreyfing sé á sandinum í Stóru-Sandvík er eins víst að það taki náttúruna áratugi að græða sárin sem þar verða unnin. Náttúruvernd - Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á sama tíma og básúnað er út um heim að Ísland sé sérstaklega sjálfbært og umhverfisvænt land stundum við stórbrotin náttúruspjöll og bjóðum helstu umhverfissóða heims velkomna hingað með verksmiðjur og stríðstól. Stærst í sniðum er eyðilegging hafsbotnsins með botnvörpum verksmiðjuskipa og svo auðvitað stóriðjuæðið og Kárahnúkastórslysið. Nú bætist við stríðsmyndartaka og er þá röðin komin að náttúruperlum á Suðurnesjum. Í stað uppistöðulóna og stíflumannvirkja koma sprengigígar og manngerðar risa-sandöldur. Umhverfisyfirvöld í Hafnarfirði mölduðu í móinn vegna eyðileggingar í Krýsuvík en ekkert heyðrist frá yfirvöldum í Reykjanesbæ annað en ánægjumal þegar loka á Stóru-Sandvík fyrir almenningi og leggja hana í rúst. Allt mun þetta vera gert með velsignelsi Umhverfisstofnunar og jafnvel Landgræðslunnar. Nokkur hluti Suðurnesja er þegar skemmdur vegna starfsemi Bandaríkjahers. T.d. verður svæði við Snorrastaðatjarnir, helstu náttúruperlu okkar Vogabúa, hættulegt gangandi fólki um ókomin ár vegna fjölda ósprunginna sprengja sem þar leynast í jörð og illgerlegt er að hreinsa svo öruggt sé. Umdeilt er hvort landsvæði í Reykjanesbæ sem herinn er að skila sé byggilegt sökum mengunar. Þó er allt þetta smátt í sniðum miðað við náttúruskemmdir vegna hernaðar um alla Jörð og þann mannlega harmleik sem morðingjar heimsins valda hvern dag. Við megum þakka fyrir að hér hefur ekki verið háð mannskæð orusta síðan á Sturlungaöld, en við misstum reyndar marga vaska sjómenn í heimsstyrjöldunum. Harðstjórar um heim allan þurfa að fegra ímynd hernaðar og breiða yfir óhugnaðinn. Þar gegna vinsælar stríðsmyndir miklu hlutverki. Nú er kúrekahetjan Clint Eastwood að koma til okkar fagra lands til að upphefja viðbjóðslega slátrun þúsunda manna sem átti sér stað á Kyrrahafseyjunni Iwo Jima við lok síðari heimsstyrjaldar. Nái sú mynd vinsældum dugar hún e.t.v. til að slá á vaxandi mótmæli gegn hernaði Bandaríkjanna í Írak og draga ógnaröldina þar á langinn. Það þarf engum að koma á óvart að Halldór og Davíð og helstu liðsmenn þeirra vilji leggja þar sitt af mörkum. En hvað um okkur hin? Eigum við að láta sem ekkert sé? Ég þekki Stóru-Sandvík vel. Þar háir melgresi harða glímu við óblíð náttúruöfl og hefur haft betur til þessa. Þar sameinast svartur sandur, blágrátt úthafið með hvítfreyðandi öldum, grænir melgresishólar og fuglager við grunnt vatnið fjær sjónum. Þessi staður blasir nú við ferðamönnum sem stoppa þar skammt frá til að skoða "brúna milli heimsálfa". Í Sandvík höfum við fjölskyldan átt ánægjustundir í landslagi sem er sérstakt á heimsvísu. Því ríkir sorg á mínu heimili þessa dagana. Þótt mikil hreyfing sé á sandinum í Stóru-Sandvík er eins víst að það taki náttúruna áratugi að græða sárin sem þar verða unnin. Náttúruvernd - Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun