Hefur þú efni á landsliðssæti? Magnús Halldórsson skrifar 15. júlí 2005 00:01 Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Magnús Halldórsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun