
Sport
Tiger efstur að öðrum degi loknum

Tiger Woods er með fjögurra högga forystu á Colin Montgomery þegar keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi er hálfnuð. Tiger lék frábært golf í dag og fékk fimm fugla og engan skolla og er samanlagt á 11 höggum undir pari. Það er greinilegt að hann kann vel við sig á St.Andrew því hann sigraði þegar keppnin fór þar fram síðast, árið 2000 Staðan þegar tveimur hringjum af fjórum er lokið;T Woods BNA -11 C Montgomerie Sco -7 T Immelman SA -6 V Singh Fij -6 B Faxon BNA -6 P Lonard Aus -6 J Olazabal Sp -6 R Allenby Aus -6 S Verplank BNA -6 S Garcia Sp -5 F Couples BNA -5 B Van Pelt BNA -5