Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 17:10 Daníel Leó tryggði mikilvægan sigur í dag. Sönderjyske Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Kolbeinn Þórðarson skoraði þá fyrra mark Gautaborgar í tapi gegn BK Häcken. Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Var þetta þriðji sigur liðsins í röð. 𝗗𝗘𝗡 𝗣𝗘𝗥𝗙𝗘𝗞𝗧𝗘 𝗨𝗚𝗘 er fuldendt ✔️✔️✔️7️⃣ dage9️⃣ point3️⃣ sejre i trækFantastisk arbejde af alle mand 💪🩵👏Giv et like til gutterne og mød op på Sydbank Park på næste søndag, når vi møder Viborg FF - det har holdet fortjent 🙌🎟️: https://t.co/m21PZA49Gf pic.twitter.com/Xjk8D0XhHs— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) April 20, 2025 Daníel Leó var í byrjunarliði Sönderjyske og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum á 67. mínútu fyrir Lirim Qamili sem skoraði fyrstu tvö mörk liðsins. Nóel Atli Arnórsson kom inn af bekknum hjá heimamönnum á 55. mínútu og lagði upp fyrra mark þeirra aðeins tíu mínútum síðar þegar reynsluboltinn Nicklas Helenius minnkaði muninn í 1-2. Það var svo Kasper Jørgensen sem minnkaði muninn í 2-3 eftir að Daníel Leó hafði skorað það sem reyndist sigurmarkið. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Sönderjyske sem er nú með 29 stig, sex stigum meira en Álaborg og tíu meira en Lyngby sem situr í fallsæti. Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby eiga hins vegar leik til góða. Daníel Leó hefur spilað 19 af 27 leikjum Sönderjyske á leiktíðinni. Með hann í liðinu hefur liðið fengið 1,42 stig í leik á móti 0,25 í leik án hans. Það má því með sanni segja að miðvörðurinn sé stór ástæða þess að liðið er í góðri stöðu til að halda sæti sínu. Súrt tap í Svíþjóð Í Svíþjóð hafði Kolbeinn fengið gult spjald þegar hann jafnaði metin fyrir Gautaborg gegn BK Häcken á 38. mínútu. Gautaborg komst yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en því miður jafnaði Häcken metin áður en flautað var til loka hálfleiksins. Kvitterat på Gamla Ullevi! Kolbeinn Thordarson blir helt ren och kan nicka in 1-1 för IFK Göteborg! 🔵⚪ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/PUZHqXBVJZ— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 20, 2025 Kolbeinn var svo tekinn af velli þegar klukkustund var liðin og því miður fyrir hann og Gautaborg skoruðu gestirnir sigurmarkið á sjöundu mínútu uppbótartíma, lokatölur 2-3. Gautaborg er eftir leikinn í 10. sæti efstu deildar Svíþjóðar með sex stig að loknum fjórum leikjum. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Var þetta þriðji sigur liðsins í röð. 𝗗𝗘𝗡 𝗣𝗘𝗥𝗙𝗘𝗞𝗧𝗘 𝗨𝗚𝗘 er fuldendt ✔️✔️✔️7️⃣ dage9️⃣ point3️⃣ sejre i trækFantastisk arbejde af alle mand 💪🩵👏Giv et like til gutterne og mød op på Sydbank Park på næste søndag, når vi møder Viborg FF - det har holdet fortjent 🙌🎟️: https://t.co/m21PZA49Gf pic.twitter.com/Xjk8D0XhHs— Sønderjyske Fodbold (@SJFodbold) April 20, 2025 Daníel Leó var í byrjunarliði Sönderjyske og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum á 67. mínútu fyrir Lirim Qamili sem skoraði fyrstu tvö mörk liðsins. Nóel Atli Arnórsson kom inn af bekknum hjá heimamönnum á 55. mínútu og lagði upp fyrra mark þeirra aðeins tíu mínútum síðar þegar reynsluboltinn Nicklas Helenius minnkaði muninn í 1-2. Það var svo Kasper Jørgensen sem minnkaði muninn í 2-3 eftir að Daníel Leó hafði skorað það sem reyndist sigurmarkið. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Sönderjyske sem er nú með 29 stig, sex stigum meira en Álaborg og tíu meira en Lyngby sem situr í fallsæti. Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby eiga hins vegar leik til góða. Daníel Leó hefur spilað 19 af 27 leikjum Sönderjyske á leiktíðinni. Með hann í liðinu hefur liðið fengið 1,42 stig í leik á móti 0,25 í leik án hans. Það má því með sanni segja að miðvörðurinn sé stór ástæða þess að liðið er í góðri stöðu til að halda sæti sínu. Súrt tap í Svíþjóð Í Svíþjóð hafði Kolbeinn fengið gult spjald þegar hann jafnaði metin fyrir Gautaborg gegn BK Häcken á 38. mínútu. Gautaborg komst yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik en því miður jafnaði Häcken metin áður en flautað var til loka hálfleiksins. Kvitterat på Gamla Ullevi! Kolbeinn Thordarson blir helt ren och kan nicka in 1-1 för IFK Göteborg! 🔵⚪ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/PUZHqXBVJZ— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 20, 2025 Kolbeinn var svo tekinn af velli þegar klukkustund var liðin og því miður fyrir hann og Gautaborg skoruðu gestirnir sigurmarkið á sjöundu mínútu uppbótartíma, lokatölur 2-3. Gautaborg er eftir leikinn í 10. sæti efstu deildar Svíþjóðar með sex stig að loknum fjórum leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira