Mourinho hrósar Eiði Smára 15. júlí 2005 00:01 José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. "Við höfum framherjana Carlton Cole, Didier Drogba og Hernan Crespo, og við getum að auki notað Eið Smára allsstaðar þar sem við viljum. Hann var mjög góður í hlutverki sínu á miðjunni á síðustu leiktíð. Þar fær hann njóta sín. Hann er fljótur að aðlagast ólíkum hlutverkum og gefur liðinu mikið sem miðjumaður." Allt stefnir í að Eiður Smári verði notaður sem fremsti miðjumaður hjá Chelsea en í því hlutverki hefur hann spilað sína bestu leiki fyrir félagið. Í leiknum gegn Wycombe byrjaði Eiður vinstra megin á miðjunni, en færði sig svo alveg inn á miðju þegar líða tók á leikinn. Carlton Cole, sem spilaði sem lánsmaður hjá Aston Villa á síðustu leiktíð, var á skotskónum í þessum leik og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í tvö ár. Tékkinn Jirí Jarosik skoraði tvö mörk fyrir Chelsea, en hann lék inni á miðjunni í fjarveru Claude Makalele sem fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn félagsins. Damien Duff og Joe Cole gerðu sitt markið hvor, en þeir þóttu báðir leika vel í leiknum. Færri leikmenn hafa komið til félagsins í sumar en búist var við, en Mourinho er ánægður með þá leikmenn sem eru hjá félaginu. "Kannski koma tveir leikmenn til viðbótar en það er ekkert víst í því. Ég kvarta ekki yfir þeim leikmönnum sem eru hérna og tel okkur ekkert nauðsynlega þurfa fleiri leikmenn. En góðir leikmenn eru alltaf velkomnir hingað." Næsti leikur Chelsea á undirbúningstímabilinu er gegn Benfica á sunnudaginn í Bandaríkjaför liðsins og verður hann sýndur á Sýn. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. "Við höfum framherjana Carlton Cole, Didier Drogba og Hernan Crespo, og við getum að auki notað Eið Smára allsstaðar þar sem við viljum. Hann var mjög góður í hlutverki sínu á miðjunni á síðustu leiktíð. Þar fær hann njóta sín. Hann er fljótur að aðlagast ólíkum hlutverkum og gefur liðinu mikið sem miðjumaður." Allt stefnir í að Eiður Smári verði notaður sem fremsti miðjumaður hjá Chelsea en í því hlutverki hefur hann spilað sína bestu leiki fyrir félagið. Í leiknum gegn Wycombe byrjaði Eiður vinstra megin á miðjunni, en færði sig svo alveg inn á miðju þegar líða tók á leikinn. Carlton Cole, sem spilaði sem lánsmaður hjá Aston Villa á síðustu leiktíð, var á skotskónum í þessum leik og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í tvö ár. Tékkinn Jirí Jarosik skoraði tvö mörk fyrir Chelsea, en hann lék inni á miðjunni í fjarveru Claude Makalele sem fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn félagsins. Damien Duff og Joe Cole gerðu sitt markið hvor, en þeir þóttu báðir leika vel í leiknum. Færri leikmenn hafa komið til félagsins í sumar en búist var við, en Mourinho er ánægður með þá leikmenn sem eru hjá félaginu. "Kannski koma tveir leikmenn til viðbótar en það er ekkert víst í því. Ég kvarta ekki yfir þeim leikmönnum sem eru hérna og tel okkur ekkert nauðsynlega þurfa fleiri leikmenn. En góðir leikmenn eru alltaf velkomnir hingað." Næsti leikur Chelsea á undirbúningstímabilinu er gegn Benfica á sunnudaginn í Bandaríkjaför liðsins og verður hann sýndur á Sýn.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira