Viðskipti innlent

Brakandi efnahagslíf á Íslandi

Íslenskt efnahagslíf vex svo hratt að það brakar í því, segir sænska Dagbladet í grein um íslenskt kaupæði. Þar er fjallað um útrás íslenskra fyrirtækja, einkum Burðaráss og KB-banka. Í greininni segir að Burðarás hafi undanfarin ár orðið eitt af stóru fyrirtækjunum á sænskum fjármála- og hlutabréfamarkaði. Það eigi nú fimmtung hlutafjár í fjárfestingafélaginu Carnegie, auk þess að eiga stóran hlut í Skandia, Scribona og Intrum Justitia. Burðarás eigi einnig í lággjaldaflugfélaginu Flyme sem sé næststærsti hluthafinn í finnska flugfélaginu Finnair. Friðrik Jóhansson, forstjóri Burðaráss, segir í samtali við blaðið að fyrirtækið hafi fjárfest mikið á Norðurlöndunum, en þó aðallega í Svíþjóð. Þá er fjallað um KB-banka sem hafi látið finna vel fyrir sér í Svíþjóð, sem og víðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×