Ætluðu ekki að deyja sjálfir 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira