Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum 19. júlí 2005 00:01 Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Eftir fund sinn með forkólfum breska múslimasamfélagsins boðaði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stofnun sérstakra aðgerðasveita sem taka eiga á öfgastefnum. Lögregla rannsakar nú fjárreiður mannanna sem taldir eru hafa framið hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí. Tony Blair fundaði í gær með 25 forystumönnum múslima í Bretlandi, þar á meðal þingmönnum, athafnamönnum, menntafrömuðum og klerkum. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar var einnig boðið til fundarins, svo og Jack Straw utanríkisráðherra. Á blaðamannafundi að viðræðunum loknum sagði Blair að aðgerðasveitunum, sem skipaðar verða múslimum, væri ætlað að fara inn í hverfi þar sem múslimar eru fjölmennir og uppræta "illa hugmyndafræði" byggða á skrumskælingu íslams með því að "sigra hana með rökum og skynsemi". Sir Iqbal Sacraine, forseti Breska múslimaráðsins, sagði fundinn hafa verið "ágætisæfingu fyrir forsætisráðherrann og múslima úr ýmsum þjóðfélagsstéttum í að hlusta hvor á annan". Hann bætti því við að þeir múslimar sem óttast væri að gripið gætu til hryðjuverka væru afar fáir. Þá þyrfti hins vegar að finna og laga aftur að samfélaginu. Hamid Karzai, forseti Afganistans, er staddur í Bretlandi og hann tók þátt í blaðamannafundinum með Blair. Hann fordæmdi hryðjuverkin í Lundúnum og kváðust þeir Blair sammála um að virkt lýðræði væri besta meðalið gegn öfgastefnum. Lögreglurannsókn á hryðjuverkunum stendur enn yfir og beinist hún nú einkum að fjármögnun árásanna. Vonir standa til að finnist vísbendingar um að háar peningaupphæðir hafi verið lagðar á reikning árásarmannanna megi hafa hendur í hári þeirra sem lögðu á ráðin um ódæðin. Sérfræðingar benda hins vegar á að umfang árásanna á Lundúnir hefði verið mun minna en hryðjuverkanna 11. september 2001 og rannsóknin muni því skila litlu. "Allt sem þurfti var sprengiefni, þrír flugmiðar til Pakistans, bílaleigubíll, nokkrir miðar í lestir og neðanjarðarlestir. Allt var þetta sennilega greitt út í hönd," segir Loretta Napoleoni, höfundur bóka um hryðjuverk.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira