Eiður ætlar að verja titilinn 20. júlí 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik. "Við töpuðum einum leik í fyrra en Arsenal tapaði engum leik tímabilið þar á undan. Þetta sýnir einfaldlega að gæðin í deildinni eru orðin meiri og að leiktíðin þarf nánast að vera hnökralaus til að eiga möguleika á titlinum," sagði Eiður Smári í samtali við breska fjölmiðla í gær. Hann segir markmið komandi leiktíðar einfalt - að ná betri árangri í ár en á síðasta tímabili."Háleitt markmið er það sem drífur okkur áfram," segir hann. "En það verður erfitt. Newcastle eru búnir að styrkja sig, rétt eins og Liverpool, og ég tel að þau ásamt okkur, Arsenal og Man. Utd verði liðin sem berjist á toppnum. En við ætlum að endurtaka leikinn frá því í vetur. Um leið og við finnum toppsætið ætlum við að halda okkur þar. Við reynum að ríghalda í toppsætið."Eiður Smári lýsti einnig yfir ánægju sinni með komu Hernan Crespo til Chelsea og kveðst hann ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa honum að finna sitt rétta form. "Við leikmennirnir styðjum hann allir. Hann átti mjög erfitt hér fyrsta árið sitt þar sem allt var svo nýtt fyrir honum, menning, tungumál og loftslag. En nú er hann búinn að ná meiri stöðugleika í einkalífi sínu og það á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að hann slái í gegn í vetur," segir Eiður, sem efast ekki um hæfileika argentínska sóknarmannins sem átti svo frábært tímabil með AC Milan á Ítalíu í fyrra, sem lánsmaður frá Chelsea. "Crespo er frábær leikmaður og vonandi getum við hjálpað honum að framkalla öll sín töfrabrögð. Enginn sem að félaginu kemur hefur efast um getu Crespo en þetta er aðeins spurning um hvort hann geti einbeitt sér að boltanum. Vonandi verður hann laus við meiðsli og skorar nokkur mörk í upphafi. Þá fær hann sjálfstraustið sem gerir hann að gríðarlegri ógn," segir Eiður. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik. "Við töpuðum einum leik í fyrra en Arsenal tapaði engum leik tímabilið þar á undan. Þetta sýnir einfaldlega að gæðin í deildinni eru orðin meiri og að leiktíðin þarf nánast að vera hnökralaus til að eiga möguleika á titlinum," sagði Eiður Smári í samtali við breska fjölmiðla í gær. Hann segir markmið komandi leiktíðar einfalt - að ná betri árangri í ár en á síðasta tímabili."Háleitt markmið er það sem drífur okkur áfram," segir hann. "En það verður erfitt. Newcastle eru búnir að styrkja sig, rétt eins og Liverpool, og ég tel að þau ásamt okkur, Arsenal og Man. Utd verði liðin sem berjist á toppnum. En við ætlum að endurtaka leikinn frá því í vetur. Um leið og við finnum toppsætið ætlum við að halda okkur þar. Við reynum að ríghalda í toppsætið."Eiður Smári lýsti einnig yfir ánægju sinni með komu Hernan Crespo til Chelsea og kveðst hann ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa honum að finna sitt rétta form. "Við leikmennirnir styðjum hann allir. Hann átti mjög erfitt hér fyrsta árið sitt þar sem allt var svo nýtt fyrir honum, menning, tungumál og loftslag. En nú er hann búinn að ná meiri stöðugleika í einkalífi sínu og það á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að hann slái í gegn í vetur," segir Eiður, sem efast ekki um hæfileika argentínska sóknarmannins sem átti svo frábært tímabil með AC Milan á Ítalíu í fyrra, sem lánsmaður frá Chelsea. "Crespo er frábær leikmaður og vonandi getum við hjálpað honum að framkalla öll sín töfrabrögð. Enginn sem að félaginu kemur hefur efast um getu Crespo en þetta er aðeins spurning um hvort hann geti einbeitt sér að boltanum. Vonandi verður hann laus við meiðsli og skorar nokkur mörk í upphafi. Þá fær hann sjálfstraustið sem gerir hann að gríðarlegri ógn," segir Eiður.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti