Ekkert mannfall í árásunum 13. október 2005 19:33 Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira