Sprengingar skelfa Lundúnabúa 13. október 2005 19:33 Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að mikið af sönnunargögnum hefðu fundist sem líkleg væru til að vísa lögreglunni á þá sem að tilræðunum stóðu. Sprengingarnar urðu nærri samtímis í þremur jarðlestum og einum strætisvagni, sú fyrsta klukkan 12:38 að staðartíma og hinar innan næsta hálftíma. Þeim svipaði þannig mjög til mannskæðu sjálfsmorðssprengjutilræðanna 7. júlí, nema hvað aflið í sprengingunum var að þessu sinni mun minna en þá. Eins og gefur að skilja voru Lundúnabúar slegnir en borgarlífið var þó fljótt að komast aftur í sinn vanagang. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, vildi ekki segja af eða á um það hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins strax í gær. En hann sagði augsýnilegt að tilgangur tilræðismannanna hefði verið að valda dauðsföllum. Hann sagði ennfremur að ekki væri ljóst hvort nokkur bein tengsl væru milli þessara nýjustu og 7. júlí-tilræðanna. Fólk sem var statt í jarðlestarstöðvunum þremur, Warren Street, Oval og Shepherd's Bush, flúði þaðan í skelfingu er sprengingarnar urðu. Lögregla girti stöðvarnar og nágrenni þeirra af og umferð stöðvaðist um þær þrjár jarðlestaleiðir sem lágu um þessar stöðvar. Sprengingin í strætisvagninum varð á Hackney Road í austurhluta borgarinnar, en hún þeytti rúðum úr honum. Vopnuð lögreglusveit stormaði inn í University College-sjúkrahúsið, sem er rétt við Warren Street-stöðina, skömmu eftir að særður maður var borinn þangað inn. Sky-fréttasjónvarpsstöðin sagði frá því að lögreglan leitaði manns í blárri skyrtu sem vírar hefðu sést standa út úr. Sérfræðingar í hryðjuverkamálum voru hikandi við að fullyrða að tengsl væru milli hryðjuverkanna nú og fyrir hálfum mánuði. Að sögn AP-fréttastofunnar segja sumir að hermikrákur gætu hafa verið að verki í gær, en aðrir að hópur tengdur þeim sem framdi fyrra hryðjuverkið bæri ábyrgð á þessu nýjasta. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði að mikið af sönnunargögnum hefðu fundist sem líkleg væru til að vísa lögreglunni á þá sem að tilræðunum stóðu. Sprengingarnar urðu nærri samtímis í þremur jarðlestum og einum strætisvagni, sú fyrsta klukkan 12:38 að staðartíma og hinar innan næsta hálftíma. Þeim svipaði þannig mjög til mannskæðu sjálfsmorðssprengjutilræðanna 7. júlí, nema hvað aflið í sprengingunum var að þessu sinni mun minna en þá. Eins og gefur að skilja voru Lundúnabúar slegnir en borgarlífið var þó fljótt að komast aftur í sinn vanagang. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, vildi ekki segja af eða á um það hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins strax í gær. En hann sagði augsýnilegt að tilgangur tilræðismannanna hefði verið að valda dauðsföllum. Hann sagði ennfremur að ekki væri ljóst hvort nokkur bein tengsl væru milli þessara nýjustu og 7. júlí-tilræðanna. Fólk sem var statt í jarðlestarstöðvunum þremur, Warren Street, Oval og Shepherd's Bush, flúði þaðan í skelfingu er sprengingarnar urðu. Lögregla girti stöðvarnar og nágrenni þeirra af og umferð stöðvaðist um þær þrjár jarðlestaleiðir sem lágu um þessar stöðvar. Sprengingin í strætisvagninum varð á Hackney Road í austurhluta borgarinnar, en hún þeytti rúðum úr honum. Vopnuð lögreglusveit stormaði inn í University College-sjúkrahúsið, sem er rétt við Warren Street-stöðina, skömmu eftir að særður maður var borinn þangað inn. Sky-fréttasjónvarpsstöðin sagði frá því að lögreglan leitaði manns í blárri skyrtu sem vírar hefðu sést standa út úr. Sérfræðingar í hryðjuverkamálum voru hikandi við að fullyrða að tengsl væru milli hryðjuverkanna nú og fyrir hálfum mánuði. Að sögn AP-fréttastofunnar segja sumir að hermikrákur gætu hafa verið að verki í gær, en aðrir að hópur tengdur þeim sem framdi fyrra hryðjuverkið bæri ábyrgð á þessu nýjasta.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira