Hinn skotni ótengdur árásum 13. október 2005 19:34 Lögreglan í London staðfesti í gær að maðurinn sem lögreglan skaut til bana í neðanjarðarlest í borginni síðastliðinn föstudag hefði verið alls ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað í London daginn áður. Scotland Yard sagði í tilkynningu í gær að maðurinn hefði að öllum líkindum einnig verið ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað 7. júlí. Í tilkynningunni sagði jafnframt að atburðurinn hefði verið hryggilegur og að Lundúnalögreglan harmaði hann. Þá kom fram að lögreglan vissi hver hinn látni væri þótt enn ætti eftir að bera formleg kennsl á hann. Rannsóknarnefnd lögreglunnar mun fara yfir tildrög atviksins. Maðurinn kom út úr húsi sem var undir eftirliti lögreglu vegna meintra tengsla íbúa við hryðjuverkin. Maðurinn var af suður-asískum uppruna og klæddur í þykka úlpu þrátt fyrir sumarhitann og var með bakpoka á bakinu. Lögreglumenn eltu manninn inn í nálæga lestarstöð og skipuðu honum ítrekað að nema staðar. Í stað þess að stoppa hljóp hann undan lögreglunni, sem elti hann og skaut til bana á stuttu færi. Talsmaður Samtaka múslima í Bretlandi, Azzam Tamimi, sagði í samtali við BBC að fólk myndi nú óttast að ganga um stræti borgarinnar og að ferðast með neðanjarðarlestum. "Ég óttaðist að til þessa kæmi," sagði hann. "Það er skelfilegt að gefa fólki leyfi til að skjóta einhvern til bana einungis vegna grunsemda, líkt og þarna gerðist," sagði Tamimi. Tveir menn hafa verið handteknir og sæta yfirheyrslu í tengslum við sprengjuárásirnar. Annar maðurinn var handtekinn seinnipartinn á föstudag og hinn aðfaranótt laugardags. Þeir eru báðir í haldi á grundvelli hryðjuverkalaga sem gefa lögreglu leyfi til að halda þeim í tvær vikur án þess að kæra þurfi að koma til. Lögreglan hefur lýst eftir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að tengjast árásunum og taka þúsundir lögreglumanna þátt í eftirgrennslan vegna þeirra. Lögreglan sagði viðbrögð við eftirlýsingunni góð og á föstudag hefðu fjögur hundruð símtöl borist. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Lögreglan í London staðfesti í gær að maðurinn sem lögreglan skaut til bana í neðanjarðarlest í borginni síðastliðinn föstudag hefði verið alls ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað í London daginn áður. Scotland Yard sagði í tilkynningu í gær að maðurinn hefði að öllum líkindum einnig verið ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað 7. júlí. Í tilkynningunni sagði jafnframt að atburðurinn hefði verið hryggilegur og að Lundúnalögreglan harmaði hann. Þá kom fram að lögreglan vissi hver hinn látni væri þótt enn ætti eftir að bera formleg kennsl á hann. Rannsóknarnefnd lögreglunnar mun fara yfir tildrög atviksins. Maðurinn kom út úr húsi sem var undir eftirliti lögreglu vegna meintra tengsla íbúa við hryðjuverkin. Maðurinn var af suður-asískum uppruna og klæddur í þykka úlpu þrátt fyrir sumarhitann og var með bakpoka á bakinu. Lögreglumenn eltu manninn inn í nálæga lestarstöð og skipuðu honum ítrekað að nema staðar. Í stað þess að stoppa hljóp hann undan lögreglunni, sem elti hann og skaut til bana á stuttu færi. Talsmaður Samtaka múslima í Bretlandi, Azzam Tamimi, sagði í samtali við BBC að fólk myndi nú óttast að ganga um stræti borgarinnar og að ferðast með neðanjarðarlestum. "Ég óttaðist að til þessa kæmi," sagði hann. "Það er skelfilegt að gefa fólki leyfi til að skjóta einhvern til bana einungis vegna grunsemda, líkt og þarna gerðist," sagði Tamimi. Tveir menn hafa verið handteknir og sæta yfirheyrslu í tengslum við sprengjuárásirnar. Annar maðurinn var handtekinn seinnipartinn á föstudag og hinn aðfaranótt laugardags. Þeir eru báðir í haldi á grundvelli hryðjuverkalaga sem gefa lögreglu leyfi til að halda þeim í tvær vikur án þess að kæra þurfi að koma til. Lögreglan hefur lýst eftir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að tengjast árásunum og taka þúsundir lögreglumanna þátt í eftirgrennslan vegna þeirra. Lögreglan sagði viðbrögð við eftirlýsingunni góð og á föstudag hefðu fjögur hundruð símtöl borist.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira