Erlent

Páfi hittir múslima í Þýskalandi

Benedikt XVI páfi fordæmdi í gær aftur hryðjuverk sem framin voru nýlega í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Þá bað hann guð um að taka fyrir hendur hryðjuverkamanna. Í næsta mánuði fundar páfi með fulltrúum múslima í Köln í Þýskalandi og segir talsmaður páfa hann telja að fundurinn verði afar mikilvægur. Páfinn bætti fundinum skyndilega á dagskrá sína en hann mun ferðast til Kölnar til að taka þátt í heimsmóti æskulýðshreyfingar kaþólsku kirkjunnar. Þá mun hann einnig heimsækja bænahús gyðinga í borginni og ætlar páfi greinilega að leggja áherslu á samræður milli trúarhópa í fyrstu erlendu heimsókn sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×