Vetnisvagnaverkefnið framlengt? 25. júlí 2005 00:01 Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. Nýorka hefur séð um verkefnið með vetnisvagnana hér á landi og hefur safnað upplýsingum fyrir framleiðandann. Á sama tíma hafa safnast dýrmætar upplýsingar um vetnisstöðina að sögn framkvæmdastjóra íslenskrar Nýorku, Jóns Björns Skúlasonar. Aðspurður um hvað verði um vagnana þegar verkefninu með þá verði endanlega lokið segir Jón það óvíst - þeir fari hugsanlega á söfn. Þegar ný kynslóð vetnisvagna verður tilbúin, sem búist er við að verði í árslok 2007, verða vagnarnir sem nú eru notaðir úreltir. Jón Björn segir reynsluna af vögnunum vera mun betri en þeir bjuggust við þó þeir séu enn mun dýrari í rekstri en dísilvagnarnir. Viðhalds- og rekstarkostnaður þeirra er um 50 prósent hærra en á dísilvögnunum og fjárfestingakostnaður mun meiri en það. Tölurnar munu þó trúlega lækka töluvert með næstu kynslóð og bilið verði líklega alveg horfið með næstu kynslóð þar á eftir. Á árunum 2010 til 2012 er stefnt að því að vetnisvagnarnir verði samkeppnishæfir við þá dísilknúnu. Það sama gildi um bíla samkvæmt framtíðarsýn flestra fyrirtækja í þessum geira. Spurður hversu orkufrek vetnisframleiðslan sé segir Jón Björn að útreikningar Nýorku geri ráð fyrir því að ef öllum bílum, strætisvögnum og fiskiskipaflota landsins yrði skipt út þyrfti álíka mikla raforku og Kárahnjúkavirkjun muni framleiða. Ákveðinn fjölda vetnisbíla þarf að fá til landsins til að grundvöllur sé fyrir því að reisa nýja vetnisstöð. Nýorka er í viðræðum við nánast alla bílaframleiðendur í heiminum til að fá vetnisbíla hingað í þróun áður en vetnisbílar verða komnir í almenna umferð en þeir búast við að það verði eftir um fimm til tíu ár. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. Nýorka hefur séð um verkefnið með vetnisvagnana hér á landi og hefur safnað upplýsingum fyrir framleiðandann. Á sama tíma hafa safnast dýrmætar upplýsingar um vetnisstöðina að sögn framkvæmdastjóra íslenskrar Nýorku, Jóns Björns Skúlasonar. Aðspurður um hvað verði um vagnana þegar verkefninu með þá verði endanlega lokið segir Jón það óvíst - þeir fari hugsanlega á söfn. Þegar ný kynslóð vetnisvagna verður tilbúin, sem búist er við að verði í árslok 2007, verða vagnarnir sem nú eru notaðir úreltir. Jón Björn segir reynsluna af vögnunum vera mun betri en þeir bjuggust við þó þeir séu enn mun dýrari í rekstri en dísilvagnarnir. Viðhalds- og rekstarkostnaður þeirra er um 50 prósent hærra en á dísilvögnunum og fjárfestingakostnaður mun meiri en það. Tölurnar munu þó trúlega lækka töluvert með næstu kynslóð og bilið verði líklega alveg horfið með næstu kynslóð þar á eftir. Á árunum 2010 til 2012 er stefnt að því að vetnisvagnarnir verði samkeppnishæfir við þá dísilknúnu. Það sama gildi um bíla samkvæmt framtíðarsýn flestra fyrirtækja í þessum geira. Spurður hversu orkufrek vetnisframleiðslan sé segir Jón Björn að útreikningar Nýorku geri ráð fyrir því að ef öllum bílum, strætisvögnum og fiskiskipaflota landsins yrði skipt út þyrfti álíka mikla raforku og Kárahnjúkavirkjun muni framleiða. Ákveðinn fjölda vetnisbíla þarf að fá til landsins til að grundvöllur sé fyrir því að reisa nýja vetnisstöð. Nýorka er í viðræðum við nánast alla bílaframleiðendur í heiminum til að fá vetnisbíla hingað í þróun áður en vetnisbílar verða komnir í almenna umferð en þeir búast við að það verði eftir um fimm til tíu ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira