Besti fjórðungur í sögu Íslandsbanka 26. júlí 2005 00:01 Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%. Helstu niðurstöður uppgjörs Íslandsbanka hf. fyrstu sex mánuði ársins 2005 eru þessar: · Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. · Hagnaður fyrir skatta nam 12.326 m.kr. fyrri hluta ársins, samanborið við 8.730 m.kr. á sama tímabili í fyrra. · Hagnaður á hlut var 0,83 á fyrri árshelmingi. Hagnaður á hlut var 0,58 krónur á öðrum ársfjórðungi, en var 0,24 krónur á sama tímabili í fyrra. · Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 37% á fyrri helmingi ársins 2005, en var 64% á sama tímabili í fyrra. · Hreinar vaxtatekjur voru 10.051 m.kr. á fyrri árshelmingi og jukust um 71% frá fyrra ári. Þær námu 5.586 m.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.145 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2004. · Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36% á fyrri árshelmingi og 29% á öðrum fjórðungi 2005. · Vaxtamunur var 2,1% fyrstu sex mánuðina, en var 2,5% á sama tímabili í fyrra og er lækkunin að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Sú breyting hefur jafnframt lykiláhrif á þær efnahagsstærðir sem koma hér að neðan. · Heildareignir samstæðunnar námu 1.335 milljörðum króna 30. júní 2005 og höfðu þá aukist um 97% frá áramótum eða um 657 milljarða. · Lán og kröfur samstæðunnar námu 1.111 milljörðum króna 30. júní og höfðu aukist um 114% á árshelmingnum. · Heildarinnlán námu 360 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs og jukust um 102% frá áramótum. · Eignir í stýringu námu 298 milljörðum króna og jukust um 8% á ársfjórðungnum. · Eigið fé nam 77 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,4%, þar af A-hluti 9,2%. "Að baki er besti ársfjórðungur í sögu Íslandsbanka. Uppgjörið ber einkenni mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Eignir hafa tæplega tvöfaldast við innkomu BN bankans og rekstur Sjóvá er ekki lengur hluti af samstæðureikningi bankans. Starfsemi utan Íslands er orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hlutar í Sjóvá gefur tækifæri til frekari vaxtar. Þá eru þjónustutekjur meiri vegna aukinna verkefna. Uppgjörið undirstrikar fyrst og fremst sterkan undirliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll afkomusviðin eru að skila góðum hagnaði. Framundan er áframhaldandi sókn á öllum sviðum byggð á þeim grunni sem lagður hefur verið", segir Bjarni Ármannsson, forstjóri. Fréttatilkynning Íslandsbanka.pdf Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 7.519 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi eftir skatta og er þetta methagnaður í sögu bankans að sögn Bjarna Ármannsonar, forstjóra. Til samanburðar nam hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.469 milljónum króna. Hagnaður Íslandsbanka fyrstu sex mánuði ársins nemur nú 10.557 milljónum króna eftir skatta og er arðsemi eigin fjár 37%. Helstu niðurstöður uppgjörs Íslandsbanka hf. fyrstu sex mánuði ársins 2005 eru þessar: · Íslandsbanki skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 7.519 m.kr. eftir skatta, en var 2.469 m.kr. á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 10.557 m.kr. eftir skatta samanborið við 7.357 m.kr. árið 2004. Rekstrartölur fyrir árið 2004 hafa verið aðlagaðar alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. · Hagnaður fyrir skatta nam 12.326 m.kr. fyrri hluta ársins, samanborið við 8.730 m.kr. á sama tímabili í fyrra. · Hagnaður á hlut var 0,83 á fyrri árshelmingi. Hagnaður á hlut var 0,58 krónur á öðrum ársfjórðungi, en var 0,24 krónur á sama tímabili í fyrra. · Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 37% á fyrri helmingi ársins 2005, en var 64% á sama tímabili í fyrra. · Hreinar vaxtatekjur voru 10.051 m.kr. á fyrri árshelmingi og jukust um 71% frá fyrra ári. Þær námu 5.586 m.kr. á öðrum ársfjórðungi samanborið við 3.145 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2004. · Kostnaður sem hlutfall af tekjum var 36% á fyrri árshelmingi og 29% á öðrum fjórðungi 2005. · Vaxtamunur var 2,1% fyrstu sex mánuðina, en var 2,5% á sama tímabili í fyrra og er lækkunin að hluta til vegna innkomu BNbank í samstæðuuppgjör bankans. Sú breyting hefur jafnframt lykiláhrif á þær efnahagsstærðir sem koma hér að neðan. · Heildareignir samstæðunnar námu 1.335 milljörðum króna 30. júní 2005 og höfðu þá aukist um 97% frá áramótum eða um 657 milljarða. · Lán og kröfur samstæðunnar námu 1.111 milljörðum króna 30. júní og höfðu aukist um 114% á árshelmingnum. · Heildarinnlán námu 360 milljörðum í lok 2. ársfjórðungs og jukust um 102% frá áramótum. · Eignir í stýringu námu 298 milljörðum króna og jukust um 8% á ársfjórðungnum. · Eigið fé nam 77 milljörðum króna í lok júní og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,4%, þar af A-hluti 9,2%. "Að baki er besti ársfjórðungur í sögu Íslandsbanka. Uppgjörið ber einkenni mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Eignir hafa tæplega tvöfaldast við innkomu BN bankans og rekstur Sjóvá er ekki lengur hluti af samstæðureikningi bankans. Starfsemi utan Íslands er orðinn verulegur hluti af tekjum og sala á tæplega tveimur þriðju hlutar í Sjóvá gefur tækifæri til frekari vaxtar. Þá eru þjónustutekjur meiri vegna aukinna verkefna. Uppgjörið undirstrikar fyrst og fremst sterkan undirliggjandi rekstur sem sýnir sig í því að öll afkomusviðin eru að skila góðum hagnaði. Framundan er áframhaldandi sókn á öllum sviðum byggð á þeim grunni sem lagður hefur verið", segir Bjarni Ármannsson, forstjóri. Fréttatilkynning Íslandsbanka.pdf
Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira