Sport

Toppliðin unnu í 1. & 2. deild

Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu þrátt fyrir kæruleysislegan endasprett. Blikar lögðu Fjölni 2-3 á útivelli eftir að hafa komist 0-3 yfir og eru með 35 stig á toppi deildarinnar, 10 stigum á undan Víkingi R sem vann mikilvægan 0-4 útisigur á nöfnum sínum frá Ólafsvík. KA sem er í 3. sæti með 20 stig á leik til góða gegn nágrönnum sínum í Þór annað kvöld. Toppliðin tvö í 2. deild karla unnu bæði leiki sína í kvöld en fjórir leikir fóru fram í 12. umferð. Leiknir vann 4-0 sigur á Tindastól og eru Leiknismenn nú með 27 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Stjörnunni sem unnu Aftureldingu í Garðabænum í kvöld, 2-1. Fyrr í kvöld tapaði Selfoss 3-1 fyrir Huginn á Seyðisfirði og sitja Selfyssingar því enn í 3. sæti með 19 stig. Þá gerðu Njarðvík og ÍR jafntefli, 1-1. Njarðvík lagði botnlið ÍR, 3-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×