Misheppnuð mótmæli? 29. júlí 2005 00:01 Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Trausti Hafliðason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun