London: Tengsl við Sádi-Arabíu 31. júlí 2005 00:01 Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Rannsóknin á hryðjuverkunum vindur sífellt meira upp á sig og nú hefur Sunday Times eftir heimildarmönnum að líklegt sé talið að þriðja hrina hryðjuverka verði gerð næsta fimmtudag, hálfum mánuði eftir síðustu hrinu. Skotmarkið verði á ný almenningsfarartæki en í þetta sinn sé búist við sjálfsmorðsárásum. Þessi hópur herskárra íslamista er sagður hafa aðgang að miklu magni sprengiefnis og lauslega tengdur mönnunum sem gerðu tilraunir til hryðjuverka fyrir rúmri viku. Sunnudagsblaðið Observer hefur eftir heimildarmönnum að talið sé að í það minnsta einn hátt settur stjórnandi í al-Qaida sé í Bretlandi. Sá er talinn hafa tekið þátt í siglingu í Wales með nokkrum af hryðjuverkamönnunum í byrjun júní á þessu ári. Talið er að hann hafi safnað liði í nokkra sjálfstætt starfandi hópa sem þekkist ekki endilega innbyrðis. Óvíst er um tengsl hans við hópinn sem talið er að geri árásir á fimmtudaginn kemur. Lögreglan handtók sex karla og eina konu í Sussex í dag en fólkið er ekki talið búa yfir mikilvægum upplýsingum. Að auki hafa yfirvöld í Sambíu verið beðin um að framselja Haroon Rashid Aswad, herskáan Breta sem talinn er tengjast málinu. Osman Hussain, sá hryðjuverkamannanna sem handsamaður var í Róm á föstudaginn, berst nú gegn framsali til Bretlands. Ítalskir fjölmiðlar hafa birt brot úr yfirheyrslunum yfir Osman og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Það hafi verið stjórnmál, einkum stríðið í Írak, sem hafi leitt til þess að mönnunum fannst þeir þurfa að grípa til aðgerða. Árásirnar hafi hins vegar verið hugsaðar sem mótmæli þar sem enginn átti að meiðast, segir í ítölsku blaði. Annars staðar er haft eftir Osman að þeir hafi átt að fremja sjálfsmorðsárásir. Böndin berast nú einnig til Sádi-Arabíu þar sem Osman hringdi þangað nokkrum stundum áður en hann var handsamaður. Daily Telegraph hefur fyrir því heimildir að þarlend stjórnvöld rannsaki einnig hvort höfuðpaur hryðjuverkanna kunni að eiga sér bækistöð þar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira