Fúskarar að verki í London 1. ágúst 2005 00:01 Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Þetta er niðurstaða ítalskra lögreglumanna og hryðjuverkasérfræðinga sem hafa yfirheyrt Osman Hussain, þann tilræðismannanna frá tuttugasta og fyrsta júlí sem gómaður var í Róm fyrir helgi. Carlo De Stefano, yfirmaður hryðjuverkasérsveitar ítölsku lögreglunnar, sagði rannsóknir benda til þess að Hussain tengdist hvorki glæpa- né hryðjuverkasamtökum á Ítalíu. Raunar bendi flest til þess að hann tengist engum hryðjuverkasamtökum og ekki heldur samtökum harðlínuíslamista. De Stefano segir að hegðun Hussain eftir árásirnar misheppnuðu renni stöðum undir þetta: í stað þess að flýja í fang hryðjuverkamanna hafi hann komið sér til vina og vandamanna á Ítalíu, þar sem hann fannst í íbúð bróður síns. Hann sagði enn fremur að Hussain væri samvinnuþýður. Hann var svo ákærður í dag fyrir tilraun til alþjóðlegra hryðjuverka og fyrir skilríkjafals, en þetta gætti þýtt að framsal hans til Bretlands gæti dregist mjög. Niðurstaða ítölsku lögreglunnar er sú að hópurinn sem stóð fyrir annarri hrinu hryðjuverkaárása í Lundúnum hafi verið hópur fúskara sem varð til af þessu tilefni, en að ekki hafi verið þjálfaðir harðlínumenn að verki. Breska lögreglan heldur rannsóknum sínum áfram en athyglin beinist nú í vaxandi mæli að hópi breskra múslíma af pakistönskum ættum sem talið er að leggi á ráðin um sjálfsmorðsárásir á fimmtudaginn kemur. Þessi hópur er einnig sagður tengjast hópnum sem gerði fyrstu hrinu árásanna, en sá hópur kom frá Leeds. Allir eru mennirnir taldir tengjast mosku í Finsbury Park í Lundúnum, hefur dagblaðið Times eftir bandarískum heimildarmönnum. Til að koma í veg fyrir þessar árásir eru þúsundir lögreglumanna á aukavöktum og leyniskyttur og sérsveitarmenn á húsþökum um alla borg. Yfirmenn lögreglunnar vona að aukavaktir og yfirvinna bugi ekki lögregluliðið áður en tekst að uppræta hryðjuverkahópana sem eru taldir að verki í landinu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira