Óttast fleiri sprengjuárásir 1. ágúst 2005 00:01 Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna voru við eftirlit á götum Lundúna í gær af ótta við að þriðja alda hryðjuverka væri yfirvofandi og er viðbúnaður í hámarki. Talið er að þriðji hópur sjálfsmorðsárásarmanna ráðist til atlögu innan skamms. Breska dagblaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum í bandarísku leyniþjónustunni að þriðji hópurinn samanstandi af breskum múslimum sem talið er að hafi verið langt komnir í undirbúningi fyrir sprengjuárás á fimmtudaginn í síðustu viku. Blaðið segir að yfirvofandi sprengjuárás á fimmtudaginn hafi verið ástæðan fyrir því að sex þúsund lögreglumenn hafi verið á götum úti og helmingur þeirra vopnaður. Scotland Yard sagði á fimmtudaginn að í gangi væri æfing, sú stærsta frá því í síðari heimsstyrjöldinni, í því skyni að kanna getu lögreglunnar og auka öryggistilfinningu borgaranna. The Times segir að lögregla og leyniþjónustan telji nær öruggt að hryðjuverkamenn reyni þriðju atlöguna á samgöngukerfi borgarinnar. Með henni ætli þeir meðal annars að sýna fram á hversu auðvelt það sé að fá fleiri sjálfsmorðsárásarmenn til samstarfs. Lögregla og ráðamenn hafa af því áhyggjur hversu lengi sé hægt að halda úti viðlíka viðbúnaði. Ian Blair, yfirlögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir að úthald lögregluþjóna fari þverrandi og þeir séu orðnir afar þreyttir þrátt fyrir að auka mannafl hafi verið kallað til og leyfi afturkölluð. Lögregluaðgerðirnar kosta um 50 milljónir íslenskra króna á dag. Rannsókn lögreglunnar beinist nú einna helst að því að kanna tengsl milli árásanna 7. og 21. júlí auk þess sem leit að svokölluðum lykilmönnum sem skipulögðu árásirnar stendur yfir. Sjö voru handteknir í Brighton á sunnudag og hafa því alls átján verið handteknir í Bretlandi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira