Viðskipti innlent

Amide kaupir þrjú samheitalyf

Actavis Group tilkynnti í dag að dótturfélag þess, Amide Pharmaceuticals Inc., hafi keypt þrjú samheitalyf af Sandoz, dótturfyrirtæki lyfjafyrirtækisins Novartis AG’s. Kaupin á vörunum koma í kjölfar ákvörðunar bandarískra samkeppnisyfirvalda sem samþykktu yfirtöku Novartis á EON Labs Inc. með þeim skilyrðum að Novartis seldi frá sér þrjú lyf. Að sögn Divya Patel, forstjóra Amide, er um að ræða vörurnar Desipramine (geðdeyfðarlyf), Orphenadrine (vöðvaslakandi lyf) og Rifampin (sýklalyf). „Búast má við að árlegar sölutekjur af lyfjunum nemi um 4-5 milljónum Bandaríkjadala og eru þau góð viðbót við núverandi lyfjasafn Amide,“ sagði Divya. Kaup Actavis á Amide eru liður í þeirri stefnu fyrirtækisins að hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði, að því er segir í tilkynningu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er að vera eitt af leiðandi fyrirtækjum á heimsmarkaði fyrir samheitalyf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×