Burðarási skipt upp Hafliði Helgasan skrifar 11. ágúst 2005 00:01 Eimskipafélagið í þeirri mynd sem menn þekktu það á síðari hluta 20. aldar heyrir nú sögunni til. Eimskipafélagið var fyrsta stóra almenningshlutafélagið með þúsundir hluthafa. Það var enda kallað óskabarn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu hlutverki í tengingu landsins við umheiminn. Skipafélagið er reyndar ennþá til, en er ekki lengur með kennitölu almenningshlutafélagsins. Burðarás tók við kennitölunni fyrir rúmu ári, en Burðarás hefur nú runnið inn í Straum og eignir þess skipst milli Straums og Landsbankans. Hluthafarnir fylgdu með og Landsbankinn og Straumur hafa fengið í sinn hóp þá fjölmörgu sem voru í hópi hluthafa Eimskipafélagsins sáluga. Nú eru væntanlega einhverjir sem gráta þessi örlög félagsins. Ýmsum þykir hafa verið gengið af virðingarleysi um þennan öldung í hópi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru þeir sem telja að för Björgólfsfeðga hafi alltaf snúist um að ganga milli bols og höfuðs á skipafélaginu. Eimskipafélagið var helsti keppinautur Hafskips á sínum tíma og elduðu þáverandi stjórnendur félagsins og Hafskipsmenn grátt silfur saman. Menn geta svo sem haft sínar kenningar um hvert ferðinni var heitið þegar eignum Kolkrabbans var skipt milli Straums, Íslandsbanka og Björgólfsfeðga. Hinu verður ekki á móti mælt að þessi uppskipti leystu ýmsa krafta úr læðingi og hluthafar félagsins högnuðust vel á þeim hræringum sem fylgdu í kjölfarið. Sínum augum lítur hver silfrið og ljóst að hræringarnar urðu til þess að hleypa lífi í hlutabréfamarkaðinn eins og Björgólfur Guðmundsson boðaði. Hann boðaði reyndar einnig að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl. Það er umdeilanlegt hvort eignatengslin séu einfaldari nú en þau voru áður. Hitt er ljóst að aðrir halda um þræðina nú en gerðu það fyrir rúmum tveimur árum. Þær breytingar sem orðnar eru á eignarhaldi í viðskiptalífinu urðu vegna þess að menn með mikla peninga og sterkar skoðanir á möguleikum á markaðnum létu til sín taka. Þau skoðanaskipti hafa farið fram á hlutabréfamarkaðnum, sem er dómari í þessum leik. Þeir sem hafa selt eignirnar hafa hagnast vel. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort þeir sem keyptu hafa gert góð kaup. haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Eimskipafélagið í þeirri mynd sem menn þekktu það á síðari hluta 20. aldar heyrir nú sögunni til. Eimskipafélagið var fyrsta stóra almenningshlutafélagið með þúsundir hluthafa. Það var enda kallað óskabarn þjóðarinnar og gegndi mikilvægu hlutverki í tengingu landsins við umheiminn. Skipafélagið er reyndar ennþá til, en er ekki lengur með kennitölu almenningshlutafélagsins. Burðarás tók við kennitölunni fyrir rúmu ári, en Burðarás hefur nú runnið inn í Straum og eignir þess skipst milli Straums og Landsbankans. Hluthafarnir fylgdu með og Landsbankinn og Straumur hafa fengið í sinn hóp þá fjölmörgu sem voru í hópi hluthafa Eimskipafélagsins sáluga. Nú eru væntanlega einhverjir sem gráta þessi örlög félagsins. Ýmsum þykir hafa verið gengið af virðingarleysi um þennan öldung í hópi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru þeir sem telja að för Björgólfsfeðga hafi alltaf snúist um að ganga milli bols og höfuðs á skipafélaginu. Eimskipafélagið var helsti keppinautur Hafskips á sínum tíma og elduðu þáverandi stjórnendur félagsins og Hafskipsmenn grátt silfur saman. Menn geta svo sem haft sínar kenningar um hvert ferðinni var heitið þegar eignum Kolkrabbans var skipt milli Straums, Íslandsbanka og Björgólfsfeðga. Hinu verður ekki á móti mælt að þessi uppskipti leystu ýmsa krafta úr læðingi og hluthafar félagsins högnuðust vel á þeim hræringum sem fylgdu í kjölfarið. Sínum augum lítur hver silfrið og ljóst að hræringarnar urðu til þess að hleypa lífi í hlutabréfamarkaðinn eins og Björgólfur Guðmundsson boðaði. Hann boðaði reyndar einnig að markmiðið væri að rjúfa flókin eignatengsl. Það er umdeilanlegt hvort eignatengslin séu einfaldari nú en þau voru áður. Hitt er ljóst að aðrir halda um þræðina nú en gerðu það fyrir rúmum tveimur árum. Þær breytingar sem orðnar eru á eignarhaldi í viðskiptalífinu urðu vegna þess að menn með mikla peninga og sterkar skoðanir á möguleikum á markaðnum létu til sín taka. Þau skoðanaskipti hafa farið fram á hlutabréfamarkaðnum, sem er dómari í þessum leik. Þeir sem hafa selt eignirnar hafa hagnast vel. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvort þeir sem keyptu hafa gert góð kaup. haflidi@frettabladid.is
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar