Erlent

Engin höfuðpaur bak við hryðjuverk

Engin tengsl voru á milli árásarmannanna sem bönuðu 52 þann sjöunda júlí og þeirra sem gerðu tilraun til hryðjuverkaárása 21. júlí. Þetta eru frumniðurstöður hryðjuverkarannsóknar breskra löggæslustofnana sem The Independent greindi frá í gær. Yfirvöld hafa farið í gegnum gögn um tölvu og símgögn og rætt við vini og samstarfsmenn árásarmannanna til að byggja upp mynd af þeim og samskiptum þeirra í aðdraganda árásanna. Engar sannanir hafa komið fram sem sýna fram á að árásunum hafi verið stjórnað eða þær skipulagðar af öðrum en fremjendunum. Þetta hefur valdið lögregluyfirvöldum í Bretlandi töluverðum áhyggjum og þykir auka líkurnar á því að fleiri litlir sjálfum sér nægir hryðjuverkahópar kunni að vera í leynum í Bretlandi, sem leyniþjónustan hefur enga vitneskju um, eins og raunin var með fjórmenningana. Þá benda gögnin til þess að hnefaleikasalir og líkamsræktarstöðvar Í Leeds hafi verið meiri áhrifavaldur í myndun sellunar en moskur múslima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×